Valsamessa og uppskerumessa

25. ágúst 2023

Valsamessa og uppskerumessa

Í Seltjarnarneskirkju - mynd: hsh

Bæjarhátíð á Seltjarnarnesi mun standa yfir dagana 26. ágúst til 3. september.

Seltjarnarneskirkja tekur þátt í þessari árlegu hátíð.

Næst komandi sunnudag, þann 27. ágúst verður valsaguðsþjónusta í kirkjunni kl. 11:00.

Aðspurður um hvað valsaguðsþjónustur væru sagði sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur á Seltjarnarnesi:

„Forspil, sálmar og eftirspil guðsþjónunnar eru valsar, sem sagt í valstakti.

Gísli Svanur Reynisson og Auður Laufey Reynisdóttir frá Dansskóla Köru munu svífa um kirkjugólfið og dansa enskan vals.“

Sr. Bjarni Þór þjónar fyrir altari og predikar og Friðrik Vignir Stefánsson organisti kirkjunnar leikur á flygilinn.

Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju munu syngja einraddað og leiða almennan safnaðarsöng.

Kaffiveitingar og samfélag verður að venju eftir athöfn í hinu nýuppgerða safnaðarheimili.

Sunnudaginn 3. sepember verður síðan hin árlega uppskeruguðsþjónusta í Seltjarnarneskirku.

Eftir guðsþjónustuna verður grænmetismarkaður í safnaðarheimilinu.

Allir peningar sem koma inn renna til Hjálparstarfs kirkjunnar, innanlandsaðstoðar til að aðstoða fjölskyldur í neyð á Íslandi.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Hjálparstarf