Frú Eliza Reid forsetafrú les fyrsta lesturinn í Seltjarnarneskirkju

14. desember 2023

Frú Eliza Reid forsetafrú les fyrsta lesturinn í Seltjarnarneskirkju

Aðventukrans í Seltjarnarneskirkju

Laugardaginn 16. desember klukkan 14:00 mun frú Eliza Reid, forsetafrú, lesa fyrsta lesturinn í athöfn sem heitir á ensku A Festival of Nine Lessons with Carols.

Athöfnin fer fram í Seltjarnarneskirkju.

Þessi athöfn var fyrst haldin í King´s College í Cambridge árið 1918.

Að sögn sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar sóknarprests í Seltjarnarnekirkju "er athöfnin almennt kölluð Enskir jólasöngvar á íslensku og er viðhöfð vítt og breitt um heiminn innan Englandskirkju.

Í athöfninni eru sungnir alls ellefu jólasálmar af félögum í Kammerkór Seltjarnarneskirkju.

Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson.

Níu manns lesa jafn marga ritningarlestra úr Gamla og Nýja testamentinu sem fjalla um spádómana um Jesúbarnið og fæðingu þess.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason stýrir athöfninni.

Eftir athöfnina er boðið upp á veitingar í safnaðarheimili Seltjarnarnarneskirkju.

Atöfnin á laugardaginn fer fram á ensku, en sunnudaginn 17. desember kl. 11:00 verður sömu athöfn útvarpað á íslensku.

 

slg

  • Biblían

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Alþjóðastarf

Lokahátíð barnastarfsins í Akureyrarkirkju.jpg - mynd

Lokahátíð barnastarfs Akureyrarkirkju 2024

29. apr. 2024
...mikil tónlistrveisla
Færir foreldrar.jpg - mynd

Færir foreldrar á foreldramorgni

29. apr. 2024
...áhugavert samstarf söfnuða í Reykjavík
Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur