Nýtt skipurit samþykkt á kirkjuþingi

9. mars 2024

Nýtt skipurit samþykkt á kirkjuþingi

Frá kirkjuþingi

Síðari hluti kirkjuþings hófst í safnaðarheimili Háteigskirkju í gær þann 8. mars.

Fyrsta mál á dagskrá var tekið fyrir, en það var 53. mál.

Var það síðari umræða.

Sr. Bryndís Malla Elídóttir las nefndarálit löggjafanefndar og kynnti nýtt skipurit, sem samþykkt hafði verið af löggjafnefnd.

Mikil umræða var um þetta mál, enda hefur málið verið lengi á dagskrá.

Mikil sátt var á þinginu um þá lausn sem fundin hefur verið.

Í því kemur fram skýr verkaskipting rekstrarsviðs og biskupsstofu.

Í því er lagt til að stofna fimm manna stjórn þjóðkirkjunnar.

Biskup Íslands fer með yfirstjórn þjóðkirkjunnar, gætir einingar í kirkjunni og hefur tilsjón með kristnihaldi, kenningu og þjónustu.

Biskup er áfram yfirmaður mannauðsmála og fer fyrir fræðsludeild og fleiri þáttum er varðar starfið.

Stjórnin ber ábyrgð á öllu sem varðar reksturinn í umboði kirkjuþings.

Biskup Íslands þakkaði fyrir vinnuna, sem unnin hefur verið og fagnaði samþykkt þess.

Tillagan var samþykkt samhljóða og afgreidd frá kirkjuþingi.

Hið nýja skipurit má skoða sem fylgiskjal með málinu, en það má gera með að skoða hlekkinn að málinu hér fyrir ofan.

Á næstu dögum koma fleiri fréttir af afgreiðslu mála á kirkjuþingi.

 

slg


  • Kirkjustarf

  • Kirkjuþing

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup