Messan – efni til reynslu frá Handbókarnefnd 2024 2026
Bréf Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups til presta og djákna sent 16. desember 2024.
Kæru prestar og djáknar.Það er með mikilli gleði sem ég sendi ykkur tilraunaform frá Handbókarnefndinni með fylgigögnum. Ég hvet ykkur til þess að lesa þetta vel og byja að nota nýja formið þegar á nýju ári. Hér eru m.a. mikið af almennum kirkjubænum og upplagt að taka þær í notkun í helgihaldinu um jól og áramót.
Á nýju ári fáið þið hljóðskrár með leiðbeinandi forsöng því það tekur tíma að þjálfa upp gregorstónið án "oss" og "vér" og þá getur verið gott að hafa eitthvað að hlusta á.
Skjölin eru ætluð til reynslu á kirkjuárunum 2024-2025 og 2025-2026. Handbókarnefnd vonast eftir því að sem flestir söfnuðir taki vinnunni vel, noti efnið í sínu helgihaldi og segi á því kost og löst næsta árið og hafi þannig áhrif á framtíðarhandbók íslensku kirkjunnar sem vonir standa til að geti komið út í árslok 2026. Rýnihópar munu starfa næsta árið, tekið verður við fyrstu viðbrögðum á Synodunni 2026 og Handbókarnefnd mun á vormánuðum senda út leiðbeiningar um hvernig sé best að koma endurgjöf til skila að öðru leyti.
Þegar skjölin eru skoðuð er gott að hafa í huga eftirfarandi röð sem er gott að lesa sig í gegnum formin í.
1. Meginreglur. Best fer á því að renna yfir meginreglurnar fyrst, vegna þess að þar koma allar forsendur efnisins fram.
2. Messuskjalið geymir fjögur messuform til að nota í söfnuðum og sérþjónustu, ásamt valkostum við ólíka liði aftast í skjalinu.
Messuformin eru:
1. Grunnguðsþjónustuform með öllum liðum
2. Guðsþjónusta með valkvæðum liðum sem hægt er að nýta t.d. ef skírn er í guðsþjónustunni eða aðrar kirkjulegar athafnir osfrv.
3. Guðsþjónusta án altarisgöngu
4. Kjarnaguðsþjónustuform sem hægt er að nýta þar sem þörf er fyrir knappt helgihald.
Hér er boðið upp á ýmsar leiðir til að laga helgihaldið að þörfum á hverjum stað fyrir sig. Áfram ættu söfnuðirnir að jafnaði að fá að kynnast öllum liðum í sunnudagsmessunni sem mótast hafa í hefð aldanna. Þannig er æskilegt ef stytta þarf messuna að fyrst verði hugað að því að velja styttri valkostina í Grunnguðsþjónustuforminu (sjá viðauka við Messuskjalið), en að taka alveg út liðina.
3. Þriðja skjalið geymir síðan bænasarpinn „Almenn kirkjubæn og bænir í sérstökum aðstæðum“. Lagt er til að almenn kirkjubæn sé í vaxandi mæli heimasmíðuð í söfnuðunum og lagðar til leiðbeiningar í upphafi um gerð og tilgang slíkra bæna. Bænasarpurinn er lagður fram sem sýnishorn um hvernig þær geti litið út og er þeim sem að helgihaldinu koma frjálst að breyta og bæta þar um, svo fremi sem leiðbeiningarnar í upphafi skjalsins eru íhugaðar vandlega.
4. Að síðustu sendir Handbókarnefnd út skjalið „Til aðgæslu við messugjörð“ sem fylgir formunum úr hlaði með stuttu, aðgengilegu efni um helgisiðina í sögu og samtíð. Margt af því er vígðum þjónum vel kunnugt, en annað fallið til upprifjunar í helgisiðum. „Til aðgæslu við messugjörð“ geymir líka stuttar guðfræðilegar greinargerðir og sögulegt samhengi sem skýrir út þær breytingar sem Handbókarnefnd hefur gert á formunum. Þannig að ef eitthvað virðist nýstárlegt
1. Meginreglur helgisiðanna 061224. Lokaútgáfa .pdf
2. Messuskjal Handbo_karnefndar. 131224. Lokagerð MEÐ NY_JUM NO_TNAMYNDUM.pdf
3. Almenn kirkjubæn. 051224. Lokaútgáfa.pdf
4. Til aðgæslu við messugjörð 051224. Lokaútgáfa.pdf