Trú.is

Í heimi draums og líkingamáls

Þessi líking er mér huggun í veröld þar sem sífellt er barist um völd. Vígvellirnir birtast okkur víða: í stríðshrjáðum löndum, á svívirtum líkömum eða í hljóðlátu en ógnvekjandi kapphlaupi við stjórnlausa tækni sem kann að svipta okkur mennskunni. Þurfum við, mitt í þessum ósköpum ekki einmitt þá trú sem talar til okkar úr annarri átt – úr heimi draums og líkingamáls?
Predikun

Flæði kærleikans

Inn í vanmátt okkar, kærleiksþurrð, tengslaleysi og sundrung, frá Guði, okkur sjálfum og öðru sem lifir, koma orð Jesú. Hér heyrum við orð hans eins og Jóhannes guðspjallamaður skynjaði þau og skildi. Boð Jesú, orð Jesú er skýrt: Hann kallar okkur til að lifa með sér í kærleika, að lifa kærleika sinn út til heimsins.
Pistill

Heima

Lærisveinarnir koma í uppruna sinn að lokum. Og það er sannarlega áfangastaður þangað sem við öll stefnum. Það er okkar eigið ,,Fyrirheitna heimalandið".
Predikun

Ekki Drottna heldur vera fyrirmynd: Hirðar að fornu og nýju

[Á] sama tíma og pistillinn talar sérstaklega til þeirra sem í stafni standa höfða orð hans til okkar allra, sama hvaða störfum við gegnum. Því að allar manneskjur eru einhvern tíma í einhverju samhengi í valdastöðu gagnvart öðrum og þá hlýtur sama reglan að gilda, að maður skuli forðast að „drottna“, þ.e.a.s. gera sig sekan um e-s konar valdníðslu, en leitast frekar við að vera sjálfur eða sjálf góð fyrirmynd í framgöngu sinni.Þegar öllu er til skila haldið snúast því þær spurningar um hirðishlutverkið, sem textar dagsins velta upp, um það hvort maður sé þess trausts verður sem fylgir „hirðishlutverki“ manns hverju sinni, sama í hverju það felst, og um það á hvaða forsendum maður rækir það hlutverk.
Predikun

Spurt í þrígang

Kristur felur Símoni Pétri að leiða hjörð sína og þar spyr hann lykilspurningarinnar – á hverju hann byggir forystu sína. Svo þýðingarmikil er spurningin að hann endurtekur hana í þrígang. Og svo sígild er spurningin að hún opinberar okkur eðli þeirra þeirrar forystu sem er við lýði á hverjum tíma. Hvar slær hjarta leiðtogans? Enn spyrjum við okkur þeirrar spurningar. Setur hann sjálfan sig í öndvegi, er það hégóminn sem ræður, valdafíknin, bónusarnir? Illa fer fyrir því samfélagi sem á sér slíkan hirði.
Predikun

Kristur er upprisinn. Kristur er sannarlega upprisinn.

Amma Agnes. Jesús er týndur, sagði tæplega þriggja ára barnabarn mitt við mig í símtali fyrir nokkrum dögum.
Predikun

Samtal við illvirkja

Mitt í öllu því líkamlega, siðferðilega, pólitíska og tilvistarlega hruni sem krossfestingin lýsir – segir Lúkas sögu af tveimur illvirkjum. Já, hann færir út sjónarsviðið og Jesús er ekki einn þolandi þessarar grimmilegu refsingar. Af öllum þeim samskiptum sem hann hafði átt við fólk – áttu þessi eftir að verða hans síðustu, samtal við illvirkja.
Predikun

Nafnlausar konur

"Og enn erum við að deila um veru kvenna innan kirkunnar um allan heim. Enn finnst okkur röddin þeirra óþægileg og ögrandi. Enn erum við að smætta veru þeirra niður í kynið þeirra og tilfinningar."
Predikun

Listaverkið

Viðbrögð Jesú við hneykslunarorðum nærstaddra getum við með sama hætti tekið lengra og spurt: Hvers virði er samfélag sem gaukar ölmusu að fátækum en tekur ekki á grunnatriðum í skiptingu auðs og verðmæta? Er hún ekki ein birtingarmynd þess böls sem hvílir á heiminum? Það er sístætt verkefni okkar að vinna gegn henni. Í þeim efnum þarf líka að spyrja stórra spurninga, ögra ríkjandi gildum, setja fram staðhæfingar sem framkalla hneykslunarsvip á fólki.
Predikun

Uggur og ótti

Og hvað með okkur? Munu komandi kynslóðir spyrja sig sömu spurninga og vakna í hugum okkar þegar við lesum af hinu ógnvekjandi verkefni Abrahams? Hvað gekk þeim til? Var hugsjónin um líf í allsnægtum svo sterk í hugum okkar að þar mátti fórna nánast öllu til? Spurning Kierkegaards var ekki ósvipuð. Hann spurði út í þá trú sem einkenndi samfélag það sem hann var hluti af. Í okkar tilviki byggir hún á velmegun og þægindum sem við viljum helst eignast án fyrirhafnar og þrauta. Við viljum helst ýta öllu slíku yfir á aðra.
Predikun

Er brauð bara brauð?

En er brauð bara brauð? Nei, í þessu samhengi er brauð ekki bara brauð. Textarnir í dag eru leyndardómsfullir. Þeir tengjast þeim leyndardómum sem grundvalla hina kristnu trú. Þeir leyndardómar snúa m.a. að þrenningunni og einnig eðli Jesú.
Predikun

Davíð og Golíat

Mildi í samskiptum okkar hvert við annað. Mildi, þegar við lítum til náungans, metum, dæmum, hugsum og orðum. Mildin sprettur til dæmis fram þar sem við leggjum okkur fram um að setja okkur í annarra spor.
Predikun