Trú.is

Samfélagið og einstaklingurinn

Markaðstorg tækifæranna stækkar og stækkar. Möguleikar þess vaxa og vaxa. Jafnvel sá sem situr einn í djúpum dal með langt til næstu bæja getur verið staddur í miðri hringiðu þess torgs. Markaðstorgið leitar viðskipta við einstaklinga fremur en samtök.
Predikun

Hver vill vera vitur - og hvað er nú það?

”Hvað er kjörorð, mamma?” spurði dóttir mín á sjöunda ári um daginn. ”Mottó, einkunnarorð”, varð mér á að hugsa upphátt, en barnið skildi það auðvitað enn síður. Nærtækast var þá að taka dæmi úr Orðskviðunum; orð sem birtir þann veruleika er mann langar að tileinka sér. Eða, sagt á einfaldari hátt: Hvernig langar þig að vera?
Predikun

Góðar móttökur

Það er svo áhugavert að kynnast nýjum hliðum á fólki. Við upplifum stundum nýjar hliðar á fólki sem við þekkjum mjög vel. Og á okkur sjálfum. Og þá sjáum við fólk í alveg nýju ljósi. Þetta gerist t.d. þegar maður verður foreldri sjálfur, þá fer maður að meta foreldra sína á allt annan hátt en áður og kynnist þeim kannski alveg upp á nýtt.
Predikun

Lofsöngur hjartans

Ekki láta dag líða án þess að lesa í biblíunni, hlýða á orð hennar, hugleiða orð Krists. Hugleiðið orðið bæði í einrúmi og í samfélagi við aðra. Hlustið eftir því hvaða skilning aðrir hafa á orðinu. Gott er að rökræða um orð krists og nauðsynlegt. Setja orðin í samhengi, spyrja spurninga, skilja þau.
Predikun

Skammvinn og léttbær

Þessi morgunlestur byrjar á hvatningunni að láta ekki hugfallast þó að við , - sérstaklega við sem eldri erum, - finnum að vor ytri maður hrörnar. Við eldumst og líkaminn lætur ekki að stjórn með sama hætti og þegar við vorum börn og unglingar. Þessi hvatning kemur ekki óvænt í bréfi Páls, heldur hefur hún afmarkaða og alveg skýra forsendu.
Predikun

Hugleiðing um Orðið

Pétur sór og sárt við lagði: ,,Ég þekki ekki þennan mann, sem þér talið um.” Hvernig lærum við að þekkja þennan mann sem fékk nafnið Jesú og er kallaður kristur. Það er eflaust misjafnt. Það er þó eitt sem verður að vera til staðar til þess að kynnast honum og það er Orð Guðs.
Predikun

Stefnumótun með Markúsi

Í þessum knappa texta kemur ansi margt fram um kirkjuna og erindi hennar í heiminum. Þetta er stefnumótunartexti. Jesús leggur lærisveinum sínum línurnar og segir þeim hvað þeir eiga að gera og hvað þeir eiga að segja. Og hvað þeir þurfi til ferðarinnar. Þeir þurfa skó á fætur og staf. Hvað ætli þeir eigi að gera við stafinn? Styðja sig á göngunni? Halla sér að honum þegar þeir finna fyrir þreytu og mótlæti? Verja sig gagnvart aðsteðjandi ógnum?
Predikun

Nýmæli

Hér og nú fer af stað nýtt tilbrigði í helgihaldi borgarinnar. Og ég býð ykkur hjartanlega velkomin til þessa upphafs. Mjór er mikils vísir segir máltækið og við viljum láta það sannast. Þetta fyrsta skipti er auðvitað ekki allt komið í það horf sem verður og væntanlegt er. Meiningin er að hér leggist margar hendur á eitt og að helst verði aldrei færri en fimm í liði þeirra sem eitthvað hafa fram að færa, - kannski sjö.
Predikun