Trú.is

„Aldrei þekkta eg hann“

Hinn fremsti postuli og þjónn Drottins, Pétur, sem Kristur vildi síðan byggja kirkju sína á, er þannig eins settur og sú smáa, hrædda og kjarklitla manneskja, sem við þekkjum svo vel í okkur sjálfum. Þegar á reynir, bregðumst við. Við svíkjum jafnvel það sem skiptir okkur mestu og afneitum því sem við þiggjum líf okkar af.
Predikun

Hjáleið út af heilum vegi

Imbrudagar eru dagar íhugunar, dagar iðrunar, dagar alvöru, dagar hinna stóru spurninga frammi fyrir Guðs heilaga augliti. Heilög kirkja hefur haldið imbrudaga árstíðanna fjögurra í þúsund ár, vegna þess að kristið fólk á jörð þarf þess með. Ritningartextinn sem okkur er fenginn til íhugunar á þessum degi er alveg í samræmi við það. Hann talar til okkar tæpitungulaust.
Predikun

Fundinn!

Símon Jóhannesson gekk fram fyrir Jesú Krist og fékk nýtt nafn sem hefur djúpa merkingu fyrir alla kirkjuna og líf hennar síðan. Þegar við vorum borin fram fyrir frelsarann Jesú Krist í heilagri skírn fengum við nafn, eða það nafn sem við þegar bárum fékk dýpri merkingu. Það varð skírnarnafn.
Predikun

Svartur á leik

Harmagráturinn og þjáningin vegna barnsmorðanna í Betlehem eru umhugsunarefni þessa dags í miðri jólavikunni. Í næstu andrá við hátíð ljóss og friðar, þar sem himinn og jörð mætast og manneskjurnar fá að líta dýrð himinsins í barninu litla, dynja yfir ósköp af sláandi stærðargráðu. Öll sveinbörn undir tveggja ára aldri eru leituð uppi og deydd.
Predikun

Andi hinna sjö safnaða

Þriggja arma ljósastjakarnir tveir sem gefnir voru til kapellu Háskóla Íslands 1940 eru komnir aftur. Þeir voru í viðgerð. Dag nokkurn fyrir tveim árum datt annar í sundur. Þegar að var gáð kom í ljós að þeir voru báðir ryðgaðir að innan í svo miklum mæli að þeim var ekki lengur treystandi til að halda uppi ljósinu. Þeir voru settir til hliðar.
Predikun

Brúðurin og börnin

Mér þykir eins og okkur sé vel ráðlagt þessa aðventu, að huga að aðstæðum barna. Það er eins og andinn knýji okkur á þessari stundu til þess að sjá við hve hörmulegar og niðurlægjandi aðstæður börn þessa heims lifa oft við – án þess að gráti þeirra sé veitt eftirtekt.
Predikun

Jesús er hinn sanni vínviður

Við skulum leyfa okkur að hverfa aðeins inn texta dagsins. Við erum stödd í hitanum við Miðjarðarhaf. Það hreyfir örlítið vind, en varla nóg til þess að lyfta blöðum vínberjatrjánna, svo nokkru nemi. Steikjandi sólin bakar okkur, ein og ein fluga truflar á meðan við hlustum á Jesú. Hann er að tala um vínberjaakurinn sem við sjáum í hitamistrinu.
Predikun

Hver er fullkominn?

Kæri miðvikudagssöfnuður. Ég man hve ég var sem barn og unglingur sólginn í ævintýri. Ég gat lesið þau endalaust. Ég man þegar skynsemin kom í heimsókn dag nokkurn og sagði mér að þetta væru alltsaman hillingar og draumsýnir og veruleikaflótti, og ég trúði henni. Þá kom ævintýralausa tímabilið sem var eins og viðvarandi ský á himni nákvæmlega þar sem sólin hefði átt að vera.
Predikun

Hlýðnin við boðorðin

Hér grípum við niður í Fjallræðunni, kaflann þar sem Jesús er að tala um hlýðnina við boðorðin. Stuttu áður hafði hann fullvissað áheyrendur sína um það að hann væri ekki kominn til þess að afnema lögmálið, heldur þvert á móti til þess að uppfylla það, og hann segir að ekki einn einasti stafkrókur muni falla úr lögmálinu þar til himinn og jörð líða undir lok.
Predikun

Þrautseigja í þrengingum

Þessi texti er um viðbrögð okkar við mótlæti og þrautseigju í þrengingum. Á hnitmiðaðan hátt minnir hann okkur á þá augljósu staðreynd að lífið er erfitt og getur farið um okkur ómjúkum höndum.
Predikun

Krítarkrísan

Morguntexti þessa dags er um Krítarkrísu Páls postula. Hann er í vondum málum. Páll hafði reyndar illan bifur á íbúum á Krít og sagði um þá í fyrra bréfi sínu til Tímótesuar: Krítarmenn eru síljúgandi, óargadýr og letimagar! Í þetta sinn, sem textinn greinir frá, átti hann þó ekki í útistöðum við þá erfiðu menn.
Predikun

Vetrarkostur

Hvað ætlar þú að taka með þér inn í haustið, veturinn, kuldann og myrkrið?
Predikun