Trú.is

Lánþegi eða skuldunautur

Kannski skiptir það okkur sem neytendur á Íslandi ekki máli, hvaða hugtak er notað um skuldastöðu okkar, en hver er munurinn? Sá er munurinn að orðið lánþegi tekur með sér hugtakið lánsali í þessum texta, en orðið skuldunautur tekur með sér hugtakið okrari. Og önnur spurning vaknar: Eru lánveitendur á Íslandi lánsalar eða okrarar?”
Predikun

Allt vald er mér gefið

“Allt vald er mér gefið” eru upphafsorð guðsspjallsins í dag. Hér talar valdsmaður. Hvers konar valdsmaður er hann? Hvert er hans vald? Fljótt á litið virðist hann segja meir, en almennt má reikna með að einhver standi við, en hann gerir það blátt áfram og kinnroðalaust, að því er virðist. “Allt vald er mér gefið.” Einhverjum þætti líklegast gott að hafa slíkt vald.
Predikun

Lögmál og fagnaðarerindi

Ef til vill finnst ykkur eins og mér að á sólríkum sumardagsmorgni sé maður ekkert endilega tilbúinn til þess að kafa mjög djúpt ofan í stórar guðfræðilegar spurningar eða rannsóknarefni. En nú vill svo til að guðspjall dagsins í dag leggur fyrir okkur ákveðið viðfangsefni og undan því verður ekki vikist.
Predikun

Uppfylling lögmálsins

Allt frá því að ég var lítil stúlka hafa þrautir af ýmsu tagi heillað mig; krossgátur, talnaþrautir, spilaþrautir og púsluspil. Ég hafði gaman af því sem reyndi svolítið á og gerði kröfur til mín. Púsluspilið er eitt af því sem ég nýt þess enn að dunda mér við, mér finnst það skemmtileg afþreying. Það má reyndar ekki vera of stórt, en þó nógu stórt til að það reyni á að koma hverju stykki á réttan stað.
Predikun