Trú.is

Í háska en ekki hrædd

Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er sjálfur breyttur, eða hvort veröldin er að breytast. Geri mér hreint ekki grein fyrir því hvort heldur er, en ég verð að játa að mér þykir lífið hafa annan hljóm núna en bara fyrir fáum misserum. Ég upplifi svo mikla ógn.
Predikun

„Þeir hafa rænt trú minni!“

„Þeir hafa rænt trú minni!”. Í sjónvarpsþætti í síðustu viku lýsti pakistanski fræðimaðurinn Ziauddin Sardar því hvernig öfgamenn hafa komið óorði á trúarsannfæringu hans og hundruða milljóna annarra íbúa jarðarinnar. Þá tók hann einhvern veginn svona til orða.
Predikun

Já!

Svör Biblíunnar taka aldrei ábyrgðina af þeim sem heyra orð Guðs. Heyrandanum er alltaf falið að verða gerandi. Þetta áréttar Jesús þegar hann notar dæmisöguna um synina tvo til að sýna hvernig tilheyrendur hans og Jóhannesar skírara brugðust við orðum þeirra og kenningu. Hann notar líkingu sem ekki aðeins hrellir áheyrendurna heldur móðgar þá.
Predikun

Tveir synir - tveir heimar

Á kristindómurinn nokkurt erindi við okkur í dag? Er ekki líf okkar á Vesturlöndum svo sneytt öllu trúarlegu að það að signa sig að morgni og fara með morgunbæn er ankanalegt? Að sækja kirkju og rækta trúarlíf sitt er ekki kappsmál nema fyrir fáeina!
Predikun

Farísear og skækjur

Tollheimtumenn og skækjur verða á undan yður inn í Guðs ríki. Hvers konar forgangaröðun er þetta eiginlega? Eiga tollheimtumenn og skækjur greiðari aðgang að Guðs ríki en fómar manneskjur sem ekki mega vamm sitt vita? Hvers konar skilaboð eru þetta?
Predikun

Hátíðarhöld Guðríkisins

Framan af prestskap mínum hafði ég oft sama leiða drauminn og fyrir kemur enn að hann vitjar mín. Mér þykir sem ég sé að undirbúa guðsþjónustu. Ég hef þá jafnan í mörg horn að líta og að mörgu að gá. Ég er eins og þeytispjald um allt til að gæta þess að allt sé nú til reiðu þegar messan hefst; Að hentugir sálmar séu valdir og æfðir. Að organistinn og ég séum samstíga í öllu, að meðhjálparinn viti hvað hann á að gera, að messuklæði séu til reiðu, altarisbúnaður, blóm og hvaðeina sem á að nota við helgihaldið.
Predikun