Trú.is

Kærleikurinn stuðar

Þegar Jesús talar til okkar að þá snertir hann gjarnan innsta kjarnann sem í okkur býr. Hann stuðar okkur oft með orðum sínum og hann ætlast til mikils af okkur. Jesús biður okkur um að elska óvini okkar, þá sem ofsækja okkur og vilja okkur illt. Við eigum að biðja fyrir öllum, réttlátum sem og ranglátum. Við eigum að vera miskunnsöm eins og Guð er miskunnsamur. Við erum kölluð til að vera hjartahreinir friðflytjendur og þannig sýna heiminum, að það eina sem stuðar syndina og illskuna er kærleikur Guðs í Jesú Kristi.
Pistill

Þarf miskunn í þennan heim?

Þarf meiri frið og kærleika í þennan heim? Er rétt að biðja um miskunn, virðingu?
Predikun

Jesús læknar líkþráan mann og svein herforingja

Líkþrái maðurinn á tímum Jesú var utangarðsmaður. Fyllibyttur og dópistar, heimilislaust fólk, þetta eru utangarðsmenn nútímans. Okkur ber að rétta þeim hjálparhönd. Og þótt hér séu engir rómverskir hermenn þá er sannarlega nóg af útlendingum hérna á landinu. Við ættum að ávarpa þetta fólk, horfa í augu þeirra og bjóða þeim góðan dag.
Predikun

Til varnar leiðindum

Já, í þeim skilningi er allt í lagi að vera leiðinlegur. Við megum alveg skynja það hvernig tíminn okkar líður því hann er vettvangur ævistarfs okkar og verka frá því okkur skolar í heiminn með legvatninu og til þess er ljósið slokknar í lífi okkar.
Predikun

Hvað táknar sagan?

Svo er með táknin allt í kringum okkur, í kirkjum, í myndlistinni, í tónlist, í umferðinni – þau krefjast þess af okkur að við setjum okkur inn í ákveðinn hugarheim, skiljum samhengið og tilganginn. Þá opnast augu okkar, já það sem var hulið verður okkur augljóst – svo vísað sé í yfirskrift sýningarinnar hér.
Predikun

Hvaða klisja er það?

Og þessi dagur er sannarlega hlaðinn ritúali, rétt eins og hæfir alvöru hátíð sem þessari. Um þessar mundir er jú takturinn góður hjá fólki. Við höfum væntanlega hugmynd um það hvað við snæðum, hverja við hittum, hvað við horfum á og hvernig við fögnum þessum tímamótum. Já hver er munurinn á klisju og ritúali? Hann liggur í því að sú fyrrnefnda býr ekki yfir sömu merkingu, inntaki og tilfinningu og ritúalið.
Predikun

Bernskuguðspjall

Frásagnir þessar eiga það sameiginlegt að draga fram yfirnáttúrulega krafta ungmennisins Jesú. Gaman er að segja frá því að sumar þeirra hafa mótað íslenska kirkjulist. Ein sagan er af því þegar barnið Jesús hnoðaði leirkúlur og blés á þær með þeim afleiðingum að þær breyttust í spörfugla. Verk Ólafar Nordal í Ísafjarðarkirkju, fuglar himins, sækir í þá heimild þar sem leirfuglar eins og fljúga út frá altarisveggnum í helgidómnum. Svo merkilegt sem það kann að vera þá hafa margar þessar helgisagnir ratað inn í Kóraninn.
Predikun

Vertu nú hér minn kæri

„Vertu nú hér minn kæri“ kvað skáldið. Ég nefndi þessa konu hér í upphafi, henni fannst fokið í flest skjól í lífi sínu og hjartað hennar, þessi kjarni sálarinnar, svo tætt og kámugt. Hún hugleiddi þessa frásögn og hugur hennar nam staðar við stallinn lága, jötuna. Já, þarna lá Jesúbarnið og kallaði á hlýju okkar og umhyggju. Henni varð ljóst að jatan var í eins og hjartað, úfið og óhreint, en þar hafði frelsarinn tekið sér bólfestu. Hann gerði ekki kröfur um fullkomnun. Nei, hann tók sér stöðu með þeim sjálf höfðu verið utangarðs og útilokuð.
Predikun

Stjarna og englar

Jólin fjalla meðal annars um stjörnu og englaher. Þar tala þau inn í hjarta okkar, þótt við sjálf höfum ef til vill aðrar hugmyndir um himintunglin og himneska sendiboða. Þau höfða til sömu þátta sálarinnar og listin gerir enda hafa allar greinar hennar gert þeim rækileg skil. Þau miðla til okkar sannleika sem stendur algjörlega fyrir sínu þótt hann sé ekki af sama toga og upptalningar á staðreyndum. Þau minna okkur á gildi þess að hafa leiðarljós í lífinu og að miðla áfram af því góða sem við eigum í hjartanu og trúum á.
Predikun

Eitt ljós, eitt ljós við kveikjum!

Hugsanlega er lausnina að finna í nándinni sem þú þráir að finna, öryggi um stundakorn til að hvíla lúinn hugann sem gefur aldrei þér aldrei frið.
Predikun

Augljós

Já, gluggar eru merkileg fyrirbæri. Þeir marka eins konar skil á milli innanrýmisins og umhverfisins. Og þeir eru fyrir augum okkar öllum stundum. Hversu margar vökustundir sólarhringsins mænum við jú á „skjáinn“. Rannsóknir sýna að þessi þunna, gagnsæja filma hefur mikil áhrif á það hvernig við komum fram hvert við annað, í umferðinni, í samskiptum á netinu. Það er eins og glugginn skapi fjarlægð, geri samskiptin ópersónulegri og eykur líkurnar á að við sýnum framkomu sem við myndum annars ekki bjóða fólki upp á, augliti til auglitis.
Predikun

Þér eruð meira virði en margir spörvar

Einn er sá farvegur miðlunar sem er kannski sá flóknasti, þ.e. hvernig við komum fram í okkar hversdagslífi. Það er auðvelt að tala um kærleika, frið og mildi, en kannski erfiðara að lifa þannig að kærleikur, friður og mildi sé einkenni á framgangi okkar í hversdagslífinu, úti í búð, í umferðinni, vinnu, skóla og fjölskyldulífi. Þar reynir kannski mest á, og sérstaklega þegar áskoranir lífsins sækja okkur heim. En þá er það einmitt þessi boðskapur sem Jesús miðlar okkur í dag, sem getur skipt miklu máli: Óttist ekki, þið eruð meira virði en margir spörvar.
Predikun