Trú.is

Kumpánar

Máltíðin á að vera heilög stund, í þeirri merkingu að við tökum hana frá. Við ættum að einbeita okkur að því að verja tímanum saman við borðið, vera alvöru kumpánar, hver sem annars tengsl okkar eru. Það er eitthvað nöturlegt við þá tilhugsun að fjöldi fólks æði eftir hraðbrautinni með einhvern skyndibita og að hluti þess fólks hendi umbúðunum svo út um gluggann. Hversu kúlturlaus er hægt að vera?
Predikun

Saltað og lýst

Já, ég skammaðist mín hálfpartinn þegar ég kom tómhentur heim úr búðinni. Hvaða asi var þetta á mér og í hverju fólst sérstaða þessa drykkjar umfram allt hitt úrvalið? Jú, að baki honum voru einhverjir jútúbarar sem höfðu slegið í gegn á þeim miðli. Auðvelt hefði verið að fórna hönum og hrópa: „heimur versnandi fer!“ En hér er ekkert nýtt undir sólinni. Kristin trú miðlar okkur á hinn bóginn þeim boðskap að þótt sumir fái meiri athygli og séu jafnvel sveipaðir helgum ljóma, býr saltið og ljósið í hverju okkar. Og það er okkar hlutverk að gefa heiminum bragð og láta ljós okkar lýsa í veröld sem þarf svo mikið á því að halda.
Predikun

Hvar varst þú þegar bróðir minn þurfti á þér að halda? Heimsókn í Auschwitz og Birkenau

Turski var fangi í útrýmingarbúðunum í Auschwitz og Birkenau og sagði hann okkur: „Í Auschwitz átti ég ekki neitt, ég hafði ekkert nafn heldur aðeins húðflúr, töluna B-940.“ Hann hélt áfram og sagði: „Fólk spyr mig oft hvað var það versta sem ég upplifði í Auschwitz?“
Predikun

Ógnvekjandi og yfirþyrmandi

Það sem hann skynjaði var í senn ógnvekjandi og yfirþyrmandi. Og sannarlega af þeim toga að orðin þrjóta til að ná utan um það. Já, eilíft líf – eilífðin – er það ekki stærsta spurning sem allar hugsandi verur geta brotið heilann um? Hvernig er að vera takmörkuð í tíma og rúmi í alheimi sem teygir sig svo ógnarlangt í allar áttir?
Predikun

Ógnvekjandi og yfirþyrmandi

Það sem hann skynjaði var í senn ógnvekjandi og yfirþyrmandi. Og sannarlega af þeim toga að orðin þrjóta til að ná utan um það. Já, eilíft líf – eilífðin – er það ekki stærsta spurning sem allar hugsandi verur geta brotið heilann um? Hvernig er að vera takmörkuð í tíma og rúmi í alheimi sem teygir sig svo ógnarlangt í allar áttir?
Predikun

Orð

Og markmið okkar kannski það að miðla áfram okkar bestu frásögum til komandi kynslóða. Frásögum og orðum sem veita nýtt upphaf, sem veita nýja möguleika, sem reisa okkur við er við föllum, sem gera alla hluti nýja.
Pistill

Takk, Predikari

Þessi pistill er byggður á erindi um bók Steindórs J. Erlingssonar: Lífið er staður þar sem bannað er að lifa.
Pistill

Jaðarstund

Er það ekki eðli góðrar listar að snúa sjónarhorninu að áhorfandanum sjálfum? Þetta hugleiddi ég á safninu í Ósló og þessar hugsanir mæta okkur í óði Huldu til nýliðinnar jaðarstundar. Að endingu réttir listamaðurinn fram spegil sem sýnir áhorfandann sjálfan og þá veröld sem hann er hluti af.
Predikun

Í heimi draums og líkingamáls

Þessi líking er mér huggun í veröld þar sem sífellt er barist um völd. Vígvellirnir birtast okkur víða: í stríðshrjáðum löndum, á svívirtum líkömum eða í hljóðlátu en ógnvekjandi kapphlaupi við stjórnlausa tækni sem kann að svipta okkur mennskunni. Þurfum við, mitt í þessum ósköpum ekki einmitt þá trú sem talar til okkar úr annarri átt – úr heimi draums og líkingamáls?
Predikun

Listaverkið

Viðbrögð Jesú við hneykslunarorðum nærstaddra getum við með sama hætti tekið lengra og spurt: Hvers virði er samfélag sem gaukar ölmusu að fátækum en tekur ekki á grunnatriðum í skiptingu auðs og verðmæta? Er hún ekki ein birtingarmynd þess böls sem hvílir á heiminum? Það er sístætt verkefni okkar að vinna gegn henni. Í þeim efnum þarf líka að spyrja stórra spurninga, ögra ríkjandi gildum, setja fram staðhæfingar sem framkalla hneykslunarsvip á fólki.
Predikun

Minningarkirkjan

Og Minningarkirkjan hefur eins og vegghleðslur Áslaugar, tvíbenta merkingu. Boðskapurinn hennar vísar ekki aðeins til vonsku heimsins. Rústirnar fela líka í sér von um að þrátt fyrir eyðingu og eld þá taki við tímar endurreisnar. Klukkurnar í kirkjuturninum þykja þær hljómfegurstu í borginni. Á þeirri stærstu er áletrun úr spádómsriti Jesaja: „Borgirnar yðar eru brenndar (Jes. 1.7). En hjálpræði mitt er ævarandi og réttlæti mitt líður ekki undir lok“ (Jes. 51.6).
Predikun

Okkar sameiginlegu mál

Aðalatriðið er því ekki hver ræður eða hver fær bestu hugmyndirnar heldur hvort okkur lánist að vinna verkin í þjónustu við aðra.
Pistill