Trú.is

Slökkt og kveikt

Hið framandlega ógnar okkur og okkur hættir til þess að dæma fólk og meta það léttvægt. Þá kemur að því að minnast þess að kristnir menn eru endurfæddir. Við endurræsum okkur, við stígum út úr aðstæðunum og hugleiðum það hver köllun okkar er og tilgangur. Þá sjáum við fordæmi Krists og þá leiðsögn sem hann veitir okkur.
Predikun

Íshafskirkjan og öryggisverðirnir

Guð er samt svo miklu meira en andlegur öryggisvörður sem á að passa upp á það að ekkert hendi okkur, enginn háski mæti okkur, engin sorg verði á vegi okkar. Guð er nefnilega líka sem kærleiksríkur vinur og vinkona, eins og faðir okkar eða móðir sem styrkir okkur og hjálpar til að gefast ekki upp, þegar á móti blæs, hjálpar okkar að rísa upp aftur...
Predikun

Heilög þrenning, heilög kirkja

Sem betur fer stendur kirkjan ekki og fellur með því að við séum fullkomin og óskeikul, ófær um að gera mistök og misstíga okkur í orðum okkar, hugsunum og gjörðum. Væri það svo væri engin kirkja til og hefði aldrei orðið til.
Predikun

Kyn, aldur, menntun og fyrri störf?

Hið stóra samhengi kristinnar trúar í gegnum aldir og ár minnir líka á að kristin kirkja sem lífræn og andleg eining lætur ekki bugast af mannlegum brestum og dapurlegum vandamálum líðandi stundar. Hinn mannlegi vandi sem einstaka kirkjur hafa mátt standa frammi fyrir á ekki síðasta orðið.
Predikun

Hverjum get ég treyst?

Ef traust hefur verið brotið í hjónabandi eða sambandi og vilji er fyrir því að byggja það upp að nýju þá er grundvallaratriði að sá eða sú sem braut af sér eða misnotaði traustið sýni iðrun. Iðrunin þarf að vera einlæg svo að aðilinn sem brotið var á, finni sannarlega að iðrun hafi átt sér stað. Fyrr er ekki hægt að byggja upp traust að nýju.
Predikun

Góð karlasaga

Það ber skugga á gleðina og hnúturinn í maganum fer aftur að stækka. Mér finnst ég vera að týna stóra stráknum mínum. Við sem höfum alltaf verið svo náin og ég hef aldrei þurft að hafa fyrir honum á neinn hátt. Nú stendur hann einn úti í myrkrinu og neitar að koma inn og taka þátt í gleðinni. Hann er afbrýðisamur og honum finnst ég hafa verið óréttlát.
Predikun

Sjómannslíf

Í tilefni sjómannadagsins er athygli okkar beint að þeim hluta guðspjallanna sem fjalla að einhverju leyti um ógnir hafsins og þær hættur sem sjófarendur geta ratað í. En Guðspjall sjómannadagsins ber með sér dýpri og mikilvægari boðskap. Það minnir okkur á að Guð er alltaf nálægur, í öllum okkar aðstæðum.
Predikun

Dalai Lama er áhættuþáttur

Nú óttumst við um hag lands og lýðs og þau svartsýnustu á meðal okkar telja jafnvel að þjóðin sé að glata landi sínu og sjálfstæði. Tíbetska þjóðin, menning hennar og trú, er lifandi vitnisburður um það hvernig þjóð fer að því að eiga land.
Predikun

Móðurlíf trúarinnar

Hann sagði: Ef einhver spyr mig hvort ég elski Guð þá get ég ekki sagt mikið um það en ég gæti hugsanlega sagt að ég elskaði hann pínulítið á sunnudögum og kannski á fimmtudögum. . .
Predikun

Í sama sigurliði og Sigurliði

Hann var ráðsherra, fyrirmenni, maður metorða og stórrar ábyrgðar. Nikódemus hét hann, sem merkir sigur fólksins, Sigurliði á íslensku. Hann var andvaka yfir örlögum sínum. Öll höfum við verði andvaka enda þótt við séum hvorki ráðsherrar, ráðherrar eða í æðstu stöðum samfélagsins.
Predikun

Bubbi með bombu

Við þurfum að vera tilbúin að segja: Guð ég elska þig. Þá getur vel verið að við mætum eigin stolti, ótta við álit annarra, áhættuhræðslunni. Hvað gerist ef ég gefst Guði? Tekur hann eitthvað frá mér sem ég vil ekki að fari, gefur hann mér eitthvað?
Predikun