Í Hólavallagarði
Það eru þessi örlög, sem tala til okkar í verkum Þrándar. Mögulega er allt starf okkar mannanna – viðleitni okkar og skipulagning einhvers konar viðbrögð við hinu óumflýjanlega. Störfin sem fólkið sinnti og við lesum um á steinunum fengu það mögulega til að gleyma sér í einbeitni annríkis og þá fundu þau ekki hvað tímanum leið. En svo vitjaði hann þeirra eins og hann mun gera í okkar lífi einnig.
Skúli Sigurður Ólafsson
8.5.2022
8.5.2022
Predikun
Drottinn leiðir okkur gegnum erfiða tíma
Guð segist hafa nýja tíma í vændum… já það er óhætt að segja að við lifum mjög óvænt nýja tíma núna… ótrúlegt ástand og það eina sem við getum gert… er að fylgja slóðanum í gegnum eyðimörkina… því að við… þeas hinn almenni borgari… ráðum ekkert við þetta ástand.
Bryndís Svavarsdóttir
3.5.2020
3.5.2020
Predikun
Hinn fáfarni vegur
Lífið er erfitt. Það er mikill sannleikur, einn af þeim mestu. Það er mikill sannleikur vegna þess að þegar við horfumst í augu við þann sannleika, þá vinnum við bug á honum.
Sigurvin Lárus Jónsson
26.4.2015
26.4.2015
Predikun
Ótti
Vísindin draga upp merkilega mynd af því ferli sem á sér stað í líkama okkar þegar við verðum hrædd. Þá fara efnaversksmiðjur í gang, hormón sprautast út í blóðið sem raunverulega taka af okkur völdin.
Skúli Sigurður Ólafsson
26.4.2015
26.4.2015
Predikun
Kveðjuræðan og skátabænin
Þetta er bæn, sem ég lærði, þegar ég var lítill drengur í skátastarfi í vesturbænum. Það var Hrefna heitin Tynes sem orti hana og bænin hefur lifað með mér alla tíð síðan. Hún kom svo upp í huga mér á fimmtudaginn, þegar skátarnir í Kópavogi komu hingað í helgistund á sumardaginn fyrsta.
Sigfús Kristjánsson
26.4.2015
26.4.2015
Predikun
Ég og Kim Kardashian
Ég vann internetið í síðustu viku. Ég virkur á samfélagsmiðlinum twitter og fæ tilkynningar þegar einhverjum líkar við það sem ég skrifa, þegar einhver ber það áfram með því að rítvíta og svo auðvitað þegar einhver bætist við í hóp þeirra sem fylgjast með mér á twitter.
Árni Svanur Daníelsson
26.4.2015
26.4.2015
Predikun
Hvað verður um mig?
Við þurfum stöðugt og sífellt að taka ákvarðanir um leiðir. Hvað skal gera, hvert skal halda. Þegar við leitum leiða hlustum við og skoðum. Reynum að skilja, skilgreina, vega og meta. Þá verður til sú nærgöngula spurning: Hver er afstaða mín til lífsins og hvað finnst mér rétt eða rangt? Hvað hugnast mér?
Birgir Ásgeirsson
21.4.2013
21.4.2013
Predikun
Paradís
Lína langsokkur var móðurlaus og horfði oft upp í himininn og hugsaði um mömmu sína. Henni fannst hliðin sem að okkur snýr – öfuga hliðin á himninum – vera falleg og dró því þá ályktun að hin hliðin hlyti af vera enn betri fyrst rangan væri svona flott.
Sigurður Árni Þórðarson
21.4.2013
21.4.2013
Predikun
Verum glöð, hann lifir.
Við megum því alveg vera glöð í Kirkjunni og heiminum þessa daga sem og aðra daga, því lífið er ekki eintóm vandræði eins og við höfum stundum tilfinningu fyrir þegar illa gengur, heldur eru flestir daga góðir og gleðilegir sem betur fer. Dagarnir eru kallaðir gleðidagar vegna þess að við dveljum áfram í skini páskaboðskaparins, hann lifir.
Agnes Sigurðardóttir
2.5.2012
2.5.2012
Predikun
Er eitthvað nýtt undir sólinni?
Við leitumst við að fella ekki dóma eða fordóma, ýtum frá okkur fyrirfram gefnum skoðunum. Gjöhygli snýst líka um að veita athygli hinu smáa og hversdagslega.
Sigrún Margrétar Óskarsdóttir
29.4.2012
29.4.2012
Predikun
Svo hissa á þessu veseni
Guð er guð sem gerir hið ómögulega og með honum verður ómögulegt líf fullt af gæðum. Hann skorar á okkur að horfast í augu við sig, hlusta á rödd sína og hætta flóttanum. Lífið er vesen og góður Guð er höfundur þess. Þess vegna er okkur óhætt að lifa og deyja.
Bjarni Karlsson
29.4.2012
29.4.2012
Predikun
Tilraunastofan Ísland - rótfesti í trú og þjónustu kærleikans
Okkur er viss vandi á höndum Við stöndum ótryggum fótum og á ótryggum tímum bæði sem samfélag og sem einstaklingar. Hér ætla ég þó ekki að orðlengja efnahagsmál og afkomu þjóðar eða fyrirtækja í efnahagslegu tilliti heldur afkomu okkar sem einstaklinga og samfélags í persónulegu, andlegu og sálarlegu tilliti.
Gunnar Rúnar Matthíasson
25.4.2010
25.4.2010
Predikun
Færslur samtals: 34