Trú.is

Bartímeus, Melkísedek og fermingarbörnin

Biblían er í mínum huga eins og gimsteinn. Boðskapurinn er ómetanlegur og dýrmætur. Kærleikurinn laðar jafnframt fram aðra mikilvæga eiginleika, eins og mildi í garð annarra. Við þurfum að rækta með okkur meiri mildi í samfélaginu, bæði í eigin garð og annarra, að mínu mati.
Predikun

Hungur og handleiðsla

Skortur okkar er svo margvíslegur. Þó við finnum ekki beinlínis til sárrar svengdar nema mjög sjaldan getur okkur verkjað af hungri á ýmsum öðrum sviðum. Kannski erum við einmana. Einmanaleikinn getur verið nístandi sár, jafnvel þótt við búum undir sama þaki og annað fólk. Kannski skortir okkur innri ró, missum svefn, streitan í yfirsveiflu.
Predikun

Bænir á Alþjóðlegum bænadegi kvenna 2016

Við lofum þig, Guð, og færum þér drauma eldri borgaranna, framtíðarsýn unga fólksins og visku barnanna. Hjálpaðu okkur að læra af börnunum að meðtaka hvert annað, án þess að mismuna. Gefðu okkur að vera fólk sem leitar sátta milli þjóðfélagshópa og kynslóða. Fyrirgefðu okkur að við höfum ekki gefið rými fyrir samtal ólíkra hópa, að við höfum hleypt að vantrausti og valdabaráttu. Fyrirgefðu okkur að við höfum horft framhjá ofbeldi gegn konum, börnum, fötluðum og eldri borgurum sem svo víða er að finna.
Predikun

Dramatísk unglingapredikun

Ég ætla að vera dálítið dramatísk hér í kvöld. Ég fékk nefnilega í síðustu viku kassa af gömlu dóti úr geymslu sem var frá því að ég var unglingur. Gömul bréf, snyrtidót, hálsmen, skóladagbækur sem voru útkrassaðar af hljómsveita nöfnum, písmerkjum, jing og jang merkjum og krossum.
Predikun

Væn, kæn og græn

Er ekki upplagt að nota föstuna í ár til að rýna í hvernig spor við skiljum eftir okkur í umhverfinu, og hvað við getum gert til að vera væn og græn við jörðina sem Guð gaf okkur?
Predikun

Fjögur ráð til að endurræsa hjartað og ná tökum á lífinu

Endurræsingarhugmyndin er góð. Og að hún virkar ekki bara fyrir tölvur eða líkama heldur líka hjartað. Hún virkar fyrir lífið allt. Kannski er hún líka byggð inn í kerfið sem við erum hluti af í kirkjunni.
Predikun

Æskulýðs-Tarfur

Það getur verið svolítið erfitt að finna sig. ​Hann Tarfur, sem alltaf var kallaður Æskulýðs-Tarfur, hafði oft átt erfitt með þetta. Tarfur var bara svona eins og við erum öll. ​Hann hafði mikið að gefa og honum langaði að finna réttu leiðina til þess.
Predikun

Bernskuhamingja er drýgsta veganestið til lífsgæfu

Framtíð Íslands og heimsins alls, veltur á því hvernig að við sinnum börnum okkar og kirkjan gegnir þar mikilvægu hlutverki í samstarfi við uppalendur, uppeldisstofnanir og frístundavettvang.
Predikun

Verum tengd!

Ég var að fara á verkstæði með bílinn minn hér inni í Ósló og viltist. Ég hafði lagt leiðina á minnið og ætlaði algjörlega að stóla á það. En minnið brást. Ég var svo rammvilt að ég keyrði um göturnar í einhverju hverfinu fram og til baka og vissi ekkert hvar ég var.
Predikun

Hendur Guðs í heiminum

Núna er farið af stað nýtt verkefni sem er söfnun og fræðsla um aðstæður munaðarlausra barna í Úganda. Ástæðin fyrir því að Úganda varð fyrir valinu hjá æskulýðsfélaginu var sú að í haust fengum við heimsókn í kirkjuna frá David og Kristín sem eru frá Úganda.
Predikun