Trú.is

Fíkjutréð

Blóm fíkjutrésins eru falin inn í ávexti fíkjutrésins, vissu þið þetta?
Predikun

Grímulaust ár

Það er engin tilfinningarleg ábyrgð, engin virðing, engin heiðarleg orð. Á bak við símann þinn ertu nefnilega Guð, hefur allt í höndum þér. Þar sem þú ert skapari og hönnuður að þínu litla lífi og þar sem þínar reglur gilda. Þar sem þú ert skapari og hönnuður að þínu litla lífi og þar sem þínar reglur gilda. Þar er allt leyfilegt, þú mátt allt og þarft aldrei að horfast í augu við þau/þá sem þú ert að særa eða meiða.
Predikun

Treystum á handleiðslu Guðs.

Því… Guð hefur sjálfur sagt: „Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig.“ Því getum við örugg sagt: Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Og sálmurinn sagði: Drottinn, þú hefur verið okkur athvarf frá kyni til kyns… Já, okkar eilífi Guð, hefur blessað mannkynið frá upphafi heims… og enn í dag getum við treyst á handleiðslu hans og blessanir þegar við mætum erfiðleikum…
Predikun

Að bera ávöxt gagnvart Guði

Sjálfboðaliðar sem starfa fyrir kirkjuna, sóknarnefndir og fólkið sem syngur í kirkjukórnum eru ávextir sem allt samfélagið nýtur góðs af. Vinnu þeirra má ekki taka sem sjálfsögðum hlut. Tími þeirra er jafn dýrmætur og okkar...
Predikun

Stela framtíðinni

Er framtíðarkvíðinn tákn um að framtíðin er að læsast? Er tíminn opinn eða klemmdur? Hvað um Guð?
Predikun

Guði falin

Auðvitað viljum við vanda okkur í lífinu, gera okkar besta, veita öðrum gleði og elskusemi og sinna því vel sem okkur er trúað fyrir. Það er gott og rétt. En stundum þrýtur okkur örendið, við leggjum of hart að okkur og finnst ekkert nógu gott.
Predikun

Ástin eða feigðin?

Jónas hugleiddi hlátur álfkonunnar og velti því fyrir sér hvað hann þýddi – var það ástin eða feigðin? Sú spurning mætir okkur á öllum krossgötum lífs og tíða. Hún svífur líka yfir vötnum í textum gamlársdags.
Predikun

Áramót - Fikjutréð

Jesús nefnir stundum tré í líkingum. Tré sem skjól fuglum himmins. Hann nefnir litla sinnepsfræið sem er allra fræja minnst en verður síðar að tré sem er stærra og meira en flest önnur eða hann talar um tré sem ekki bera ávöxt eins og tréð okkar í dag. Undirliggjandi er ætíð trúin. Trúin á að vaxa eins og sinnepsfræið og verða að skjóli fyrir mann sjálfan og aðra og einnig þá að bera ávöxt í góðu líferni, orðum og verkum.
Predikun

Friður

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Texti: „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. … Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist“ (Jóh. 14:27). Bæn: Eilífi, almáttugi Guð og faðir, þú sem leiðir þennan dag til lykta og hylur hinn ókomna, og af náð þinni gefur oss […]
Predikun

Ég ber enga virðingu fyrir buskanum

Við fáum sífellt ný tækifæri til að bera ávöxt. Það er okkar að hlúa að því sem Guð hefur látið okkur í té að rækta, styrkja og bæta góðar gjafir hans í gegnum hina sístæðu göngu kynslóðanna. Tónlistin lifir og á meðan hverf ég ekki.
Predikun

Þegar dyrnar opnast

Kirkja er umgjörð um þakklæti og kærleika, gjafmildi, þungar raunir og sorgir, efasemdir, reiði og angist undrun, líf og ljós, tóna og orð, lífsgildi og miðlun á menningararfi, siðferði og siðfræði. Um þetta myndar kirkjuskipið umlykjandi faðm og sömuleiðis þúsundir með nærveru sinni Kirkja sem fyrir orð Krists, gefur líf og vill líf. Kirkja sem stendur opin og er, þó dyrnar lokist að kveldi...
Predikun

Tómhyggja og tilgangur

Slíkar spurningar voru hluti af ævistarfi Páls Skúlasonar heimspekings, en hann er einn þeirra sem kvaddi okkur á þessu ári. Í nýútkominni bók sem geymir ritgerðir hans og hugleiðingar við ævilok tekst hann á við þessar andstæður tómhyggju og tilgangs.
Predikun