Trú.is

Eitt er nauðsynlegt

Marta hafði áhyggjur af veitingunum.. og kannski hefði Jesús svarað henni öðruvísi ef hún hefði haft áhyggjur af því að missa af boðskapnum sem hann deildi með hinum.. Þó það sé hvergi minnst á að Marta hafi hitt Jesú áður.. þá verðum við að gera ráð fyrir því.. og kannski var Lasarus heima.. því konur.. og þá sérstaklega ungar konur.. bjuggu hvorki einar á þessum tíma.. né buðu ókunnungum mönnum heim til sín..
Predikun

"Við yfirgáfum okkar eigið og fylgdum þér"

Pólitísk orðræða og prédikun kirkjunnar hafa það kannski sameiginlegt að hvort tveggja byggist á hugsjónum eða því sem á erlendum málum er kallað ídeal, einhvers konar hugmynd um hið besta mögulega ástand á hverju sviði, og marga hefur dreymt um að koma á fót fyrirmyndarsamfélagi í hugmyndasögu mannsins. En sá sem prédikar og sá sem gefur kosningaloforðin kemst fljótt að því að hægara er um að tala en í að komast. Prédikarinn missir sig gjarnan í að verða siðapostuli og kosningaloforðin ganga, þegar öllu er á botninn hvolft, yfirleitt um að kynda undir æstum dansi lýðsins í kringum gullkálfinn.
Predikun

Heilinn og moldin

Heilinn og moldin eru því viðfangsefni dagsins. Hvort tveggja virðist vera svo einstakt að engin dæmi þekkjum við um neitt viðlíka í víðáttum himingeimsins. Og þó er það svo viðkvæmt.
Predikun

Fyrirgefning og endurreisn!

Ég hef fylgst, eins og líklega margir aðrir, með umræðu í fjölmiðlum síðastliðna daga og viku um kynferðisbrot innan kirkjunnar og meðhöndlun fjölmiðla á nafngreindum einstaklingum, og um leið umræðu um fyrirgefningu, iðrun og yfirbót.
Predikun

Eitt er nauðsynlegt

Jesús þekkir Mörtu. Hann veit að hún er dugleg, jarðbundin og umhyggjusöm. En hann veit líka að hún er stjórnsöm. Hún telur sig vita betur en aðrir og hún hefur sterkar skoðanir á því hvernig aðrir eiga að lifa lífi sínu. Alla vega María systir hennar.
Predikun

Guð einn sem skapar lífið og elskar

Ræða flutt í Glerárkirkju 4. september í kvöldmessu. Guðspjallað úr Fjallræðunni um að horfa á fuglana og liljur vallarins í Mt. 6, 24-34. Jesús áminnir þar um að vera ekki áhyggjufull en um leið er þetta ögrandi ræða um að treysta á Guð. Jesús segir þar: „Enginn getur þjónað tveimur herrum“. Einum og ögrandi eða hvað.
Predikun

Hvernig er Guð?

Hvaða erindi eiga þessir ungu menn, Belgar, við Guðna forseta og presta þjóðarinnar? Eigum við bara að taka úr sambandi öll nútímaviðmið í siðferði og trú? Já, hver er Guð?
Predikun

Leitið fyrst....

Nú haustar að og hauströkkrið færist yfir okkur. Sjálf tökum við margvíslega eftir því og á það hafa ljóðskáldin bent hvert með sínum hætti. „Einhverja nóttina koma skógarþrestirnir....
Predikun

Hjálp – hjálpaðu mér!

Hvað bregst fólk við þegar það lendir í lífsháska, t.d. fellur í ískaldan sjó og enginn bátur eða bjarghringur nærri? Ég hef hlustað á fólk lýsa viðbrögðum sínum. Og svo er líka æpt upp í himininn um hjálp.
Predikun

Nægjusemi

Við þörfnumst þess mörg svo sárlega að einfalda líf okkar, minnka flækjustigið, og þar er nægjusemin höfuðdyggð. Þurfum við til dæmis virkilega á öllum þessum fötum að halda sem fataskáparnir okkar eru fullir af? Þurfum við allan þennan mat? Þurfum við að eiga meira en tvenn rúmföt á mann? Nú er bylgja nægjuseminnar og einfaldleikans; að kaupa minna og nýta betur. Það er vel. Getum við lært að láta okkur nægja það sem við höfum, jafnvel búa við lítinn kost?
Predikun

Krulluforeldrar

Kunnum við að taka mótlæti? Kunnum við að hafa allsnægtir og líða skort? Kunnum við að vera mett og hungruð? Nú get ég ímyndað mér að þarna sé munur á milli ykkar sem eldri eruð, og ykkar sem eruð yngri. Þið sem eruð eldri, eigið örugglega reynslu af mótlæti, jafnvel skorti og hungri, og því miður virðumst við enn þann dag í dag bjóða gamla fólkinu og veika fólkinu upp á þann raunveruleika. En þið sem yngri eruð? Sum ykkar hafið áreiðanlega mætt mótlæti í lífinu, kannski ekki öll. En flestir lenda í því einhvern tíma á lífsleiðinni. Og þá er svo mikilvægt að vita hvert við getum sótt styrk til að takast á við erfiðleikana og andstreymið. Og það kann Páll postuli. ,,Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir”, segir hann.
Predikun

Vistspor

Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað - og líka varðandi umhverfismál og notkun gæðanna sem Guð gefur okkur í þessum heimi.
Predikun