Trú.is

Saltað og lýst

Já, ég skammaðist mín hálfpartinn þegar ég kom tómhentur heim úr búðinni. Hvaða asi var þetta á mér og í hverju fólst sérstaða þessa drykkjar umfram allt hitt úrvalið? Jú, að baki honum voru einhverjir jútúbarar sem höfðu slegið í gegn á þeim miðli. Auðvelt hefði verið að fórna hönum og hrópa: „heimur versnandi fer!“ En hér er ekkert nýtt undir sólinni. Kristin trú miðlar okkur á hinn bóginn þeim boðskap að þótt sumir fái meiri athygli og séu jafnvel sveipaðir helgum ljóma, býr saltið og ljósið í hverju okkar. Og það er okkar hlutverk að gefa heiminum bragð og láta ljós okkar lýsa í veröld sem þarf svo mikið á því að halda.
Predikun

Metnaður til lífsins

Fyrrum var ábyrgð forstjóra og yfirmanna metin af verkum þeirra, en nú kemur ekkert annað til greina en að meta virðinguna til offjár í launaumslögum og bónusum langt umfram það sem mennskir munnar geta torgað. Nær metnaður nútímans ekki lengra en að verða metinn til fjár?
Predikun

Eru allir heilagir?

Hverjir eru heilagir? Hvaða allir eru þetta sem eru heilagir? Þetta eru spurningar sem við skulum velta aðeins fyrir okkur í dag, í ljósi þess að nú er messan einmitt kölluð Allra heilagra messa. Á þessum sunnudegi má segja að við minnumst fornra messudaga frá fyrri sið. Flestir dýrlingar eiga sinn sérstaka minningardag og víða innan […]
Predikun

Takmörk tímans

Það sem lýtur takmörkunum verður eftirsóknarverðara og dýrmætara. Það kann að vera þverstæða lífs og dauða en staðreyndin er þó sú að vitundin um takmörk okkar í tíma, ætti að brýna það fyrir okkur sem endurómar í boðskap trúarinnar, að nýta vel þann tíma sem okkur eru úthlutaður.
Predikun

Hamingjan er hverful

Og það er bæn mín, að þegar þú gengur héðan úr kirkjunni í dag, takir þú með þér þessa blessun. Alveg sama hvernig þér líður, alveg sama þótt þú finnir ekki til hamingju, og finnist líf þitt kannski ekki farsælt, þá máttu trúa því að þú getur lifað í blessun Guðs.
Predikun

Guð er þar

En samt er hún svo krefjandi vonin um hið fagra, góða og fullkomna í nánd, þar sem innsta þrá er friður, bænin sem beinist upp í himininn hjá Guði og fann sér áþreifanlegan stað í heilögu altari á jörðinni
Predikun

Hógværum misboðið

Eru það aðeins öfgarnir og hávaðasamair þrýstihópar sem móta fréttaflutninginn? Verður það ekki fyrr en hinum hógværu er nóg boðið og grípa þá til sinna ráða?
Predikun

Fimm atriði sem sorg og kettir eiga sameiginleg

Sorgin er eins og köttur því hún er sjálfstæð. Við eigum hana ekki þótt hún sé hluti af okkur. Við stjórnum henni ekki og getum ekki kallað hana fram þótt við finnum hana stundum nálgast. Smátt og smátt lærum við samt að þekkja aðstæðurnar þegar sorgin hellist yfir okkur.
Predikun

Líkkisturnar voru fjarlægðar úr Smáralind

Í daglegu lífi er svo lítið pláss fyrir sorg og söknuð. Stundum er eins og samfélag sé „hreinsað“ af sjúkdómum, þjáningu og dauða.
Predikun

Sálir og núið

Hver varð þér vitringur? Var eitthvert þeirra sem kenndi þér að spenna greipar og tala við Guð eins og vin? Var eitthvert þeirra sem varð þér hlýr faðmur, skjól og hálsakot sem þú áttir víst í flóknum heimi? Dagur látinna er dagur lífs.
Predikun

Tíminn læknar engin sár

Hann valdi legstaðinn út frá sama viðmiði og þegar hann valdi stað fyrir heimilið: út frá útsýninu. Ég man að hann sagði eitthvað á þessa leið þegar við ræddum þetta: Ég er viss um að það er gott að vakna upp á upprisudeginum með svona útsýni.
Predikun

Minningin hjálpar okkur í sorgarferlinu.

Ég er þess fullviss að Guðmundur minn er önnum kafinn í verkefnum sem honum hafa verið falin. Ég er þess líka viss að hann gerir allt klárt fyrir komu mína þegar þar að kemur. Ég er viss um að almættið sér til þess að við semienumst að nýju að jarðvist minni lokinni.
Predikun