Ha, ég. Hvað get ég gert?

Ha, ég. Hvað get ég gert?

Hvers konar maður er sá, sem ekki bætir heiminn? Þarf hann að vera læs? Eða missti hann af tækifærum?
fullname - andlitsmynd Axel Árnason Njarðvík
22. september 2008

Í nýlegri mynd ”Kingdom of heaven” segir frá Krossförum og ævintýrum þeirra árið 1184. Margir hafa reyndar séð þá mynd og staðið frá henni segjandi: Þetta voru nú meiri drápin. Þannig var það með mig þar til ég settist niður með syni mínum og við horfðum saman á myndina og ræddum um efni hennar.

En það eru fleiri fletir til að taka eftir í kvikmyndinni. Er fimm mínútur eru liðnar spyr einn sem ekki kanna að lesa hvað standi þar á spjaldi: Honum er sagt: Hvers konar maður er sá, sem ekki bætir heiminn?

Og taki maður eftir þeirri senu þá áttar maður sig að myndin geymir huldan þráð sem vert er að fylgja eftir. Hvað bætir heiminn? Hverjir eru það sem bæta heiminn?

Fyrsta tækfærið til að bæta heiminn í myndinni kemur þarna á eftir, en aðalsögupersónan sinnti ekki því tækifæri. Hann kunni þó að lesa á spjaldið og átti það reyndar. Síðar er rennur það upp fyrir einni aðalsögupersónunni að Ríki Guðs er ekki með þeim hætti sem mennirnir berjast fyrir. Það er tákrænt þegar múslima foringinn reisir við krossinn sem á gólfinu liggur eftir bardagann og setur hann á borðið. Næsta sena sýnir handaband. Í þar næsta senu þá er tákn íslam sett húsþak, væntalega var það toppstykki musterisins. Þannig er eitt lag byggt á öðru og ofan á annað. Einn siður rís af öðrum.

Á öðrum stað segir einn aðal riddarinn: Ég hef helgað Jerúsalem allt mitt líf. Í fyrstu hélt ég að við værum að værum að berjast fyrir Guð. Svo sá ég að við vorum að berjast fyrir auðæfum og landi.

Það er margt að finna í boðskap þessarar myndar, þótt skautað sé fimlega yfir sögulega þætti og í raun hræðilegan tíma.

Árið 1988 kom út bókin Holy war eftir Karen Armstrong. Þar rekur hún einmitt sögu krossferðanna frá sjónarhóli gyðinga, múslima og kristinna manna. Enn þann dag í dag eru samfélög okkar mörkuð mjög af þessum tíma. Enn þann dag í dag sitja menn kannski í sömu sætum og maður í upphafi títtnendar bíómyndar, annað hvort ólæsir ellegar bara ekki læsir á önnur sjónarmið.

En spuringin er alltaf sú sem eftir stendur að leiðarlokum: Á þetta efnið erindi við samtímann, við þig sem á horfir eða lest?

Hvaða boðskap er verið að flytja? Eftir hverju var tekið? Eða eru bara hasar og læti, spenna og hraði, popp og kók sem staðið er upp frá?

Þótt þú hafir ekki séð þessa tilteknu mynd eða lesið bók Karenar mætt spyrja þig lesandi góður eftir sem áður tveggja spurninga:

Ertu maður sem bætir heiminn?

Á þessum degi gætir þú spurt þig enn fremur: fyrir hvern ertu að berjast? Eða fyrir hverju berstu?

Hvernig væri að þú bættir við þennan stutta pistill svörum þínum sem athugasemd?