Í stormi

Í stormi

Kunningi minn einn sagði mér frá því þegar hann fór til landsins helga fyrir mörgum árum síðan og sá alla helstu staðina þar sem Jesú lifði og dó og meira til. Þetta var ferðalag lífsins sagði hann. Ekki það að hann hafi staðið á hauskúpuhæð eða barið augu tvöþúsund ára tré í garðinum Getsemane eða snert staðin þar sem Jesú átti að hafa fæst. Nei, það var Genesaretvatni. Það kom honum á óvart hversu það var lítið.

Nú fór hann í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gjörði svo mikið veður á vatninu, að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: Herra, bjarga þú, vér förumst.

Hann sagði við þá: Hví eruð þér hræddir, þér trúlitlir? Síðan reis hann upp og hastaði á vindinn og vatnið, og varð stillilogn.

Mennirnir undruðust og sögðu: Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum. Matt 8.23-27

Snögg veðrabrigði

Kunningi minn einn sagði mér frá því þegar hann fór til landsins helga fyrir mörgum árum síðan og sá alla helstu staðina þar sem Jesú lifði og dó og meira til. Þetta var ferðalag lífsins sagði hann. Ekki það að hann hafi staðið á hauskúpuhæð eða barið augu tvöþúsund ára tré í garðinum Getsemane eða snert staðin þar sem Jesú átti að hafa fæst. Nei, það var Genesaretvatni. Það kom honum á óvart hversu það var lítið. En það var ekki bara það að það hafi verið lítið sem vakti furðu hans. Þar sem hann og hans ferðafélagar stóðu við vatnið og lesin var textinn sem ég fór með hér áðan. Það var sól og blíða, vatnið spegilslétt. Honum fannst sagan eilítið ýkt ef tekið var tillit til aðstæðna hugsaði hann með sér. Hann vanur að ösla öldur norður-atlanshafs fannst nú lítið til koma að vera fiskimaður á þessum “andarpolli” þarna suðurfrá og það hnussaði í honum. Ekki hafði hann dvalist lengi við vatnið þegar skall á þvílíkur vindur sem virtist á sama tíma koma úr öllum áttum. Eins og hendi var veifað eða eins og hann sagði “ég hafði ekki tíma til að skipta um skoðun var kyrrt vatnið augnabliki áður að hvítflissandi öldum sem gerðu sitt til þess að ná í ferðalangana sem í ótta áttu fótum sínum fjör að launa og komast í skjól frá þessum ósköpum. Hann sagði að þessi minning stæði upp úr öllu því sem hann hafi séð þarna suðurfrá. Þetta hafi í raun verið svo ótrúlegt að hann ætti ennþá erfitt með að trúa þessu. Hann minntist þess líka hversu innfæddir höfðu gaman af túrhestunum og þeirra viðbrögðum. Sögðu sem svo að þetta væri alvanalegt þarna um slóðir.

Boðaföll ótta í hjarta

Guðspjallið talar sterkt til okkar í dag. Við þurfum ekki að líta langt aftur í tíma til að vera minnt á ægivald og samspil vinds og hafs og hversu þeir sameiginlega eru megnugir. Sú manneskja sem ekki hafði komist við að heyra frásögn sjómannanna í innsiglingunni í Grindarvíkurhöfn þar sem þeir börðust fyrir lífi sínu fyrir nokkrum árum síðan hafa ekki dregið lífsandann. Hvað þá heldur hvað ungu mennirnirnir þrír lögðu á sig til að bjarga þeim. Þeir hættu lífi sínu til að verða mætti til að bjarga öðrum. Þessir atburðir gerast og hafa verið að gerast hjá okkur í gegnum tíðina og ekki alltaf hlotið jafn farsælan endi eins og sá atburður sem ég var að vísa til. Það var sérstaklega eitt sem varð eftir í mínum huga hvað varðar viðbrögð sjómannanna og ekki síst björgunarmannanna sem sigldu á milli skaflana og brot sjór felldi hramm sinn allt í kringum þá að þeir sögðu að þeir hafi ekki fundið til hræðslu eða ótta fyrr en eftir á að allt var afstaðið. Það held ég sé nefnilega staðreynd að ef þeir hafi fundið fyrir ótta og hræðslu áður en að þeir þ.e.a.s. bjögunarmennirnir fóru út í foráttubrimið hefðu þeir aldrei farið frá höfninni og út í óvissuna. Þá mundi engin lifandi maður fara út á sjó á bátskel til að draga björg í bú. Óttinn er lamandi, gerir fólk huglaust þannig að það verði ekki fært um að hjálpa sér eða öðrum.

Foráttubrim og boðaföll er ekki aðeins að finna í hafinu umhverfis okkur þangað sem við sækjum meira og minna lífsviðurværi okkar það er líka að finna nær okkur miklu nær eða í hjartanu. Í hjarta rúmast logn og foráttu veður og allt þar á milli.

Hverjar sem ástæðurnar eru til ýfingar upp storm vonleysis og lamandi ótta í hjarta þá verður ekki hjá því komist að horfast í augu við þann ýfing.

Við stöndum okkur að því að furða okkur á hvernig manneskjan á ögurstund bregst við af æðruleysi og sóknarhug. Við spyrjum okkur- hvers vegna? Hvað er það sem knýr okkur áfram til þess að standa upp í bátkænu lífsins og bjóða öflum þeim sem á sækir byrginn. Stundum heyrum við að þessi eða hinn hafi hlotið óútskýranlegan kraft til þess að standa boðaföllin sem á dynur og þá er ég ekki endilega að tala um manneskjur í sjávarháska. Nei, ég er að tala um þig ágæti kirkjugestur sem tekst á við lífið stundum með vindinn í fangið og vonandi oftar í meðbyr. Við gerum ekki neitt af eigin krafti. Ekki frekar en lærisveinar Jesú gerðu. Þeir fundu sig í ótta, lamandi ótta sem varnaði þeim þess að geta gert nokkuð þeim sjálfum til hjálpar. Jesú svaf í bátnum og þeir vöktu hann í ráðleysi sínu og hann hastaði á vindinn.

Sofandi í hjarta

Eins er það með okkur. Jesús sefur í hjarta okkar og það er okkar að vekja hann. Hann vill ekki sofa út eins og okkur er tamt að segja. Hann vill vaka með okkur og starfa með okkur en það gerir hann aðeins ef við leifum honum það.

Jesús hastaði á vindinn og það varð logn. Þetta segir okkur ekki neitt. Það segir ekki neitt við þann sem hefur misst eða sjálf/sjálfur lent í raunum vegna ofviðris hvar var Jesús þá kann einhver að segja.

Af mörgum hörmulegum atburðum er að taka í sögu þjóðar og heims. Þær sögur eru margar sumar hverjar engin til frásagnar um og aðrar sem hafa fengið að ná eyrum annara.

Eina ágæta sögu las ég sem tengist frásöguni um stillingu stormsins. Þannig var að kennari í fjórða bekk í Bretlandi hafði lesið söguna “í stormi” fyrir börnin. Seinna um daginn þegar kennarinn og börnin voru á leiðinni heim úr skólanum gerði brjálað veður þannig að með naumindum komust þau í skjól ekki fjarri skólanum. Þar sem hún ásamt börnunum eru að berjast fyrir lífi sínu. Í gegnum hríðarbylinn heyrir hún einn drenginn segja eins og við sjálfan sig “nú væri gott að hafa þennan náunga Jesú hjá sér og stöðva storminn.

Þá komum við aftur að þessu að boðskapur textans er meira en það að Jesú skuli hasta á vindinn og hann hlýði honum. Því stormur lífsins er meira en veðurfyrirbrigði. Kann að vera að það sé kyrrlát veður ytra en innra með okkur stríður stormur þannig að við erum við það að leggjast fyrir og látum fyrirberast þar sem við erum. Engin veit nema ég þegar sá stormur geisar í hjarta. Engin veit nema ég og Jesú því hann sefur í hjarta okkar. Hjarta okkar er bátur lífsins. Stormar lífsins eru margir og ófyrirséðir. Þeir koma eins og kunningi minn lýsti reynslu sinni við Galileuvatn forðum daga eins og hendi væri veifað. Hvítflissandi öldur brostina drauma leggst með þyngslum á okkur þannig að okkur finnst allar leiðir lokaðar og ekkert annað bíður okkar en að farast. Við förumst ef við viðurkennum ekki fyrir okkur sjálfum að í eigin mætti náum við ekki til hafnar. Manneskjan merkt óttanum?

Ekki er til sú manneskja sem ekki hefur fundið fyrir ótta og hræðslu. Það er hroki að segja annað. Við erum einungis mismunandi tilbúin að viðurkenna það fyrir okkur og ekki síst fyrir öðrum. Það er hluti af því að vera manneskja að óttast. Tilefnin eru mörg og margvísleg. Það sem einn óttast kann annar að finnast lítilræði og undrast mjög. Jesú undraðist hræðslu viðbrögð lærisveina sinna og sagði þá vera trúlitla. Hvort heldur sem við erum trúlítil eða mikil þá stöndum við endrum og sinnum frammi fyrir einhverju því sem við ráðum ekki við og eða vitum ekki hvernig við eigum að bregðast við. Kann að vera að við höfum myndina fyrir okkur hvernig við bregðumst við en hún verður aðeins fryst mynd þegar út í alvöruna er komið. Raunveruleikinn er oftar en ekki annar en sá sem við ímynduðum okkur. Sannaðist það ágætlega á upplifun kunningja míns sem ég sagði frá hér í upphafi. Lífið hefur verið og mun vera fyllt óvæntum uppákomum hvort heldur til gleði eða raunar. Þá reynir á okkur hvert og eitt trú okkar og traust að hleypa þeim að sem sefur í hjarta okkar. Við þurfum ekki að óttast reiði og vonbrigði vegna þess að hann þekkir okkur og skilur.

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. Amen