Trú.is

Óvissuþol og æðruleysi

Vetur kemur og vetur fer. Bylgjur kófsins hafa verið nokkuð margar. Veröldin er síbreytileg. Lífsháskinn er mis nálægt okkur en aldrei alveg fjarri. Við getum þjálfað okkur í að hvíla í trausti til þess að allt muni fara vel. Við getum æft okkur í seiglu og þrautsegju þegar erfiðleikar virðast ætla að raska ró okkar. Og við megum vissulega biðja til Guðs í stóru og smáu og treysta á hjálp Guðs og nærveru í öllum aðstæðum.
Predikun

Gleðitímabil og bæn

Í dag er gleðitími. Er við hlýðum á guðsþjónustur í útvarpi eða göngum til kirkju tökum eftir því að lestrar úr Biblíunni breytast eftir svokölluðu kirkjuári. Það byggir á þremur hátíðum, jólum, páskum og hvítasunnu. Fyrir jól og páska taka lestrar mið af undirbúingi fæðingar frelsarans og dauða og upprisu Krists. Eftir þessar hátíðir er svo gleðitímabil. Við erum nú mitt í slíku gleðitímabili eftir jólin.
Predikun

Þegar neyðin er mest

Hversu oft hefur okkur ekki liðið eins og Pétri frammi fyrir vissum kringumstæðum í lífi okkar þar sem við höfum fundið fyrir kjarkleysi, vonbrigðum, örvæntingu og við réttum upp höndina og grípum jafnvel í hálmstrá í von um breytingu á okkar högum.
Predikun

Bjarga þú!

Þetta merkir það að í baráttunni gegn hinu illa notar Guð vald kærleikans. Það getur virst sem vanmáttur, vöntun og andstæða alls sem við venjulega köllum vald. Þó hefur það reynst vera öflugra en annað það sem kallast vald í veröldinni.
Predikun

Kraftaverkagöngur

Þessar kraftaverkagöngur er okkur hugstæðar og ekki verður hjá því komist að bera þær saman við göngu Krists á vatninu.
Predikun

Betlehem er víða

Betlehem er víða. Allt of víða. Við höfum okkar eigið Betlehem hér á Íslandi. Það er í Keflavík. Við köllum það Gistiheimilið Fit. Þar geymum við þá sem ekki er pláss fyrir þangað til við getum losað okkur við þá.
Predikun

Uggur og ótti

Ungmenni situr eitt í stóru húsi og það er eins og brestirnir í ofnunum séu fótatak og vindurinn bankar á gluggana þótt enginn sé þar fyrir utan. Síðar meir í lífinu tekur myrkfælnin á sig nýjar myndir.
Predikun

Dagur kvenfélagskonunnar

Það fylgir því líka gleði að starfa í kvenfélagi, félagsskapurinn er skemmtilegur og verkefnin líka, að minnsta kosti verður erfið vinna, svo sem undirbúningur basars eða vorhátíðar skemmtileg í góðum félagsskap. Einkennandi fyrir starf kvenfélaga eru orð postulans: verið ávallt glöð í Drottni og ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum´ að minnsta kosti á það við um Kvenfélag Langholtssóknar.
Predikun

Hugleiðing út frá því þegar Jesús lægði vind og öldur

Fram til þeirrar stundar er Jesús lægði vind og öldur höfðu lærisveinarnir fylgt Jesú út af því að þeir höfðu kannski eitthvað upp úr því. Að láta sjá sig með næsta konungi Ísraels var mikill heiður. Hann var kominn til að frelsa Ísrael undan ánauð, og jafnvel fengju þeir að taka þátt. Sumir yrðu ráðherrar og sumir prestar. Aðrir óskuðu bara eftir fríðindunum.
Predikun

Guð berskjaldar sig

Það er þetta vinasamband sem ég trúi að Guð vilji eiga með okkur. Samband trausts sem veiti okkur öryggi til þess að berskjalda okkur gagnvart tilverunni allri. Samband sem veitir styrk, því þetta er erfitt verkefni, verkefni sem á stundum er svo yfirþyrmandi að það getur virst óklífandi fjall að berskjalda sig, þó ekki nema aðeins gagnvart sjálfum sér. Þó ekki nema aðeins gagnvart Guði.
Predikun

Fast undir fótum

Ég játa það að ég hef átt þær stundir að ég veit ekki hvað ég á að gera við svona sögur, eins og þá sem er guðspjall þessa dags. Þó veit ég vel að stormana þekkjum við vel flest, áföllin, ágjafirnar, andviðrið og óttann. Það þekkjum við allt of vel.
Predikun