Giftingar samkynhneigðra – þjóðarpúls og kirkja

Giftingar samkynhneigðra – þjóðarpúls og kirkja

Gallup tekur öðru hvoru púlsinn hjá þjóðinni í nokkrum málum. Úrtak í slíkum könnunum er fólk á aldrinum 18 -75 ára, valið af tilviljun úr þjóðskrá. Dæmi um um mál í "þjóðarpúlsi" er viðhorf fólks til giftinga samkynhneigðra.

Gallup tekur öðru hvoru púlsinn hjá þjóðinni í nokkrum málum. Úrtak í slíkum könnunum er fólk á aldrinum 18 -75 ára, valið af tilviljun úr þjóðskrá. Dæmi um um mál í "þjóðarpúlsi" er viðhorf fólks til giftinga samkynhneigðra.

Í júlí 2004 og í ágúst 2006 spurði Gallup: Eiga samkynhneigðir að fá að gifta sig

  1. borgaralega
  2. í kirkju
  3. bæði borgaralega og í kirkju eða
  4. ekki að fá að gifta sig
Súlurit Árið 2004 voru 1230 í úrtakinu og svöruðu 63% þeirra. Árið 2006 voru 1208 í úrtakinu og svoruðu 61% þeirra.

Samkvæmt "þjóðarpúlsi" Gallup er afgerandi meirihluti fólks hlynntur giftingum samkynhneigðra og þeim fer heldur fækkandi sem eru andvígir, enda hefur samkynhneigt fólk gifst borgaralega allt frá 1996. Þau geta líka komið í kirkjurnar og þegið blessun yfir giftingar sínar. Munurinn er sá að prestar eru bara löglegir vígslumenn að hjúskaparlögum, ekki að lögum um staðfesta samvist. Það þýðir að hommar og lesbíur þurfa fyrst að fara til sýslumanns til að giftast lögformlega í staðfesta samvist og fara síðan í kirkju ef þau óska blessunar Guðs, en geta ekki eingöngu farið í kirkjuna, eins og gagnkynhneigðir gera og þegið hvorutveggja í einu: hið lögformlega og blessunina.

Með lögum nr. 30/1917 var hjónaefnum gert frjálst að velja á milli borgaralegrar eða kirkjulegrar hjónavígslu án tillits til þess, hvort þau væru í eða utan þjóðkirkju. Eiga þau sem ganga í staðfesta samvist að fá að velja með sama hætti?

Þegar almannavaldið (þjóðin) vill jafna meinta mismunun milli sam- og gagnkynhneigðra með því að bjóða þjóðkirkjunni vígslurétt staðfestrar samvistar, hvernig á þjóðkirkjan þá að bregðast við?