Sálmabók

141. Sjá, gröfin hefur látið laust

1 Sjá, gröfin hefur látið laust
til lífsins aftur herfang sitt
og grátur snýst í gleðiraust.
Ó, Guð, ég prísa nafnið þitt.

2 Nú yfir lífs og liðnum mér
skal ljóma sæl og eilíf von.
Þú vekur mig, þess vís ég er
fyrst vaktir upp af gröf þinn son.

3 Á hann í trúnni horfi ég
og himneskt ljós í myrkri skín,
með honum geng ég grafarveg
sem götu lífsins heim til þín.

T Björn Halldórsson – Sb. 1886
L Kempten um 1000 – Erfurt 1524 – Sb. 1589 – Weyse 1840 – PG 1861
(Komm, Gott Schöpfer, Heiliger Geist) / Kom, skapari, heilagi andi
Sálmar með sama lagi 158 193 401 91
Eldra númer 154
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is