Sálmabók

241. Virstu, Guð, að vernda og styrkja

1 Virstu, Guð, að vernda' og styrkja
vora þjóð og gef oss frið,
þeim sem vel þinn víngarð yrkja
veit þú blessun, þrótt og lið,
gef að blómgist, Guð, þín kirkja,
Guð, oss alla leið og styð.

2 Virstu, góði Guð, að náða
gjörvöll börn þín fyrr og síð,
lækna sjúka, þreytta, þjáða,
þrenging snú í lífskjör blíð,
mædda, beygða, hrellda, hrjáða
hugga' og styrk þú alla tíð.

T Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
L Andreas P. Berggreen 1854 – Sb. 1871
Her vil ties, her vil bies
Sálmar með sama lagi 100 434
Eldra númer 527
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is