Sálmabók

374. Þótt líkaminn falli að foldu

1 Þótt líkaminn falli að foldu
og felist sem stráið í moldu,
þá megnar Guðs miskunnarkraftur
af moldum að vekja hann aftur.

2 Í jörðinni sáðkornið sefur
uns sumarið ylinn því gefur.
Eins Drottinn til dýrðar upp vekur
það duft sem hér gröfin við tekur.

3 Sá andi sem áður þar gisti
frá eilífum frelsara, Kristi,
mun, leystur úr læðingi, bíða
þess líkams sem englarnir skrýða.

4 Og brátt mun sá konungur kalla
sem kemur að fylla von alla.
Hann græðir á fegurri foldu
þau fræ er hann sáði í moldu.

T Aurelius C. Prudentius um 400 – Sb. 1589 – Gr. 1691 – Magnús Stephensen – Sb. 1801 – Stefán Thorarensen – Sb. 1871 – Sigurbjörn Einarsson – Sb. 1972
Jam moesta quiesce querela
L Sigurður Sævarsson 2017
Tilvísun í annað lag 50
Eldra númer 274
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is