412. Vor Drottinn Jesú, dýrð sé þér ♥
1 Vor Drottinn Jesú, dýrð sé þér,
þig, Drottinn Jesú, lofum vér.
Til hjálpar oss í heim komst þú,
til hjálpar oss þú ríkir nú,
þú styrkir oss í stríði' og neyð,
þú styður oss á sorgarleið,
þú leiðir oss til lífs í deyð.
2 Með lotning sérhvað lýtur þér
sem lífs á himni' og jörðu er.
Þótt veröld kalli vald sitt hátt
það veikt er æ og þrýtur brátt
en ríkið þitt ei raskast má,
það rétti' og sannleik byggt er á
og aðeins þar er frelsi' að fá.
3 Vorn óstyrk, Drottinn, þekkir þú
og það hve oft vor dofnar trú.
Æ, veit oss styrk svo veröld flá
ei villt oss geti sannleik frá,
lát hjörtu vor svo helgast þér
að heilags friðar njótum vér
og hreppum arf sem aldrei þver.