Sálmabók

547. Nú til þín, faðir, flý ég

1 Nú til þín, faðir, flý ég,
á föðurhjartað kný ég,
um aðstoð eg bið þig.
Æ, vert með mér í verki,
ég veit þinn armur sterki
í stríði lífsins styður mig.

2 Ég veit að við þitt hjarta
er vonarlindin bjarta
sem svalar særðri önd,
sem trúin himnesk heitir,
sem huggun sanna veitir.
Ó, rétt mér, Jesú, hjálparhönd.

3 En verði, Guð, þinn vilji
þó veg þinn ei ég skilji,
ég fús hann fara vil.
Þó böl og stríð mig beygi
hann brugðist getur eigi,
hann leiðir sælulandsins til.

T Guðmundur Guðmundsson, 1892 – Vb. 1912
L Heinrich Isaac um 1495 – Nürnberg 1539 – PG 1861
Innsbruck, ich muss dich lassen / Nun ruhen alle Wälder
Sálmar með sama lagi 237 375 394 424 561 640
Eldra númer 395
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is