Sálmabók

640. Þú vilt minn faðir vera

1 Þú vilt minn faðir vera,
þú vilt mig barn þitt gera,
minn gæskuríki Guð,
að sanna sælu finni
mín sál í elsku þinni
og verði frjáls og fullkomnuð.

2 Ég vil og barn þitt vera,
þinn vilja' af kærleik gera
en blygðast mín ég má
því áform oft hið besta
ég áður hét að festa
en hvert sinn aftur hvarf þar frá.

3 Ei má svo búið bíða.
Með blygðun og með kvíða
þig enn ég ásjár bið:
Tak vægt á vanþakklæti,
minn veikleik náð þín bæti,
æ, þreyst ei mér að leggja lið.

4 Lát guðdómsgæsku þína
sem glötun vildi' ei mína
svo hræra hjartað mitt
að ginning girnda' eg hafni.
Ó, gef í Jesú nafni
að geðþekkt barn ég gjörist þitt.

T Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi – Sb. 1886
L Heinrich Isaac um 1495 – Nürnberg 1539 – PG 1861
Innsbruck, ich muss dich lassen / Nun ruhen alle Wälder
Sálmar með sama lagi 237 375 394 424 547 561
Eldra númer 348
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is