Sálmabók

678. Drottinn, þú ert lífs míns ljómi

1 Drottinn, þú ert lífs míns ljómi,
Leiðarstjarna´ á dimmri braut,
lof þitt, sál mín, endurómi
alla gegnum sorg og þraut.
Svo ég þinnar náðar njóti
nægjusama gef mér lund
og í lífsins ölduróti
annast þú mig hverja stund.

2 Fúsa öllu góðu gegna
gjörðu sál og huga minn,
án þín, Drottinn, ekkert megna,
allt ef návist þína finn.
Mér er sem að oft ég eygi
upp af sorga renna mar
brún af gleði, glæstum degi,
Guð minn, ertu sjálfur þar.

3 Það skal svala þreyttu geði
þar til brestur hjarta mitt,
þú ert jafnt í grát sem gleði
Guð, ég prísa nafnið þitt.
Að ég burtu frá þér færist,
faðir, lát ei henda mig.
Allt sem lífið er og hrærist
eilíflega prísi þig.

T Herdís Andrésdóttir, 1982
L Charles C. Converse 1868 – JH 1891
CONVERSE/ What a Friend We Have in Jesus
Sálmar með sama lagi 682 775

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is