Um úrskurð kjararáðs

20. desember 2017

Um úrskurð kjararáðs

Í framhaldi af úrskurði Kjararáðs um launakjör í prestastétt vill biskup Íslands að gefnu tilefni árétta að það er ekki í hans verkahring að tjá sig efnislega um niðurstöðuna. Eðlilegt er þó að benda á að um er að ræða kerfisbreytingar og launaleiðréttingar eftir tólf ára kyrrstöðu að undanskilinni kjaraskerðingu hjá prestastéttinni á árinu 2009.

Prestafélag Íslands lagði mikla vinnu í að gera kjararáði grein fyrir starfsumhverfi og starfsskyldum presta og biskupa. Á meðal þeirra gagna sem lögð voru fram var lýsing á daglegum verkefnum biskups Íslands sem hann vann að beiðni félagsins.. Niðurstaða ítarlegrar skoðunar og endurmats kjararáðs á starfskjörum biskupa og presta liggur nú fyrir og þarf ekki að koma á óvart að ástæða hafi þótt til ýmissa breytinga og leiðréttinga. Að öðru leyti mun biskup Íslands ekki tjá sig um niðurstöðurnar né svara fyrirspurnum um persónulega afstöðu sína til þeirra.
  • Biskup

  • Biskup

Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.
Screenshot 2025-04-29 at 08.48.53.png - mynd

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apr. 2025
Stefnan fer fram 28. - 30. apríl.
Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apr. 2025
...við Seljaprestakall