Fjölgun fermingarbarna í Kjalarnessprófastsdæmi

26. mars 2018

Fjölgun fermingarbarna í Kjalarnessprófastsdæmi

 Fermingin er hátíðisdagur sem er umvafinn gleði og hamingju. Stóri dagurinn sem fermingarbörnin hafa verið að bíða lengi eftir. Fermingarundirbúningi í kirkjunum sem hófst síðasta haust, er að ljúka með æfingum fyrir fermingarmessurnar. Í ár hefur fermingarbörnum í söfnuðum Kjalarnessprófastsdæmis fjölgað umtalsvert.

Nú fermast 765 börn í söfnuðum Kjalarnessprófastsdæmis, sem nær yfir Suðurnes, Hafnarfjörð, Garðabæ, Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Það er um 7% fjölgun frá árinu í fyrra og er umfram 2% fjölgun sóknarbarna í söfnuðum prófastsdæmisins. Í fermingarfræðslunni er nú stuðst við nýtt fræðsluefni sem byggir á jákvæðri sálfræði og miðar m.a. að því að styrkja sjálfsmynd barnanna, vinna með styrkleika þeirra og stuðla að vellíðan og hamingju. Einnig hafa þau tekið virkan þátt í helgihaldi safnaðarins, farið í fermingarferðalag í Vatnaskóg og sótt sameiginlegar fermingarhátíðir safnaðanna.

Börnin fermast í 63 athöfnum sem dreifast á vormánuðina og fram á sumar og það eru nokkuð fleiri athafnir en árið á undan. Fermingin er meðal stærstu viðburða í helgihaldinu og að baki hverri athöfn liggur mikill undirbúningur og æfingar þar sem margir koma að; tónlistar- og kórafólk, prestar, kirkjuverðir og annað starfsfólk. Allir leggjast á eitt að gera daginn sem eftirminnilegastan fyrir börnin og fjölskyldur þeirra þegar þau ganga að altarinu og játa trú sína og söfnuðurinn tekur á móti þeim í samfélag sitt.

Fleiri myndi má nálgast hér.
  • Æskulýðsmál

  • Fræðsla

  • Fræðsla

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...