Útgáfa á úrvali rita Lúthers á íslensku

12. október 2018

Útgáfa á úrvali rita Lúthers á íslensku

Málþing í kjölfar útgáfu á úrvali rita Lúthers á íslensku í tilefni af siðbótarafmælisári.

Í tilefni af siðbótarafmælinu 2017 var ráðist í útgáfu á úrvali rita Marteins Lúthers á íslensku og voru gefin út tvö bindi með samtals 26 ritum. Af þessu tilefni er boðið er til málþings miðvikudaginn 31. október nk. kl 15:00-18:00 í safnaðarheimili Neskirkju.

Erindi flytja:

Dr. Gunnar Kristjánsson: „Lúther í pólitík. Siðbótarmaðurinn og veraldleg yfirvöld“.

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir: „Reynslan sem gerði Lúther að „góðum“ guðfræðingi“.

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson: „Samband orðs og trúar í guðfræði Lúthers“.

Dr. Hjalti Hugason: „Að loknu Lúthers-ári – Nokkrar vangaveltur“.

Málþingsstjóri er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

Boðið verður upp á veitingar í lok málþingsins.

Allir velkomnir.

  • Ráðstefna

  • Útgáfa

Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.
Screenshot 2025-04-29 at 08.48.53.png - mynd

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apr. 2025
Stefnan fer fram 28. - 30. apríl.