Söngdagur með kirkjukórum í Skagafirði

15. janúar 2019

Söngdagur með kirkjukórum í Skagafirði

Sunnudaginn 13. janúar komu kirkjukórar í Skagafirði saman til söngdags á Löngumýri.

Fimm organistar; Stefán Gíslason, Rögnvaldur Valbergsson, Sveinn Árnason, Anna María Guðmundsdóttir og Jóhann Bjarnason komu með sitt fólk, um 50 manns og sungu kórlög og kynntu sér nýja sálma undir leiðsögn Margrétar Bóasdóttur, söngmálastjóra.

Að venju voru glæsilegar kaffiveitingar á Löngumýri og söngdeginum lauk með helgistund þar sem Dalla Þórðardóttir, prófastur sem skipulagði daginn ásamt söngmálastjóra, flutti ritingarorð, sr. Halla Rut Stefánsdóttir leiddi bænir og vígslubiskup Solveig Lára Guðmundsdóttir lýsti blessun.

Ákveðið var að halda næsta samsöngsdag kirkjukóra með Húnvetningum á sama tima að ári.

Mynd frá söngdeginum tekin af Gunnari Rögnvaldssyni.

  • Frétt

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.