Tækniframfarir og Biblían

21. janúar 2019

Tækniframfarir og Biblían

Við lifum á áhugaverðum tímum þar sem upplýsingabyltingin og nýir miðlar hafa gerbreytt því hvar og hvernig fólk nálgast texta og bókmenntir.

Hljóðbókavæðing, notkun snjalltækja og internets felur í sér ýmis tækifæri. Hið íslenska Biblíufélag ætlar að sækja fram og býður því til opins hádegisfundar í Háteigskirkju, föstudaginn 25. Janúar kl. 12.00.

Á fundinn bjóðum við þau öll velkomin sem áhuga hafa á Biblíunni og útbreiðslu hennar á nýjum tímum. Boðið verður upp á hádegismat og farið verður yfir hvert Biblíufélagið stefnir á næstu tveimur árum. Beðið verður um viðbrögð frá fundarmönnum.
Á fundinum mun vera fulltrúi norska Biblíufélagsins, Ann-Catherine Kvistad sem hefur sérþekkingu á fjáröflunum. Mun hún einnig ávarpa fundinn með hvatningu og áeggjan frá norska Biblíufélaginu.

Þau sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og vilja fylgjast með fundinum geta fylgst með honum með aðstoð fjarfundabúnaðar. Til að gera ráðstafanir með mat eða fjarfundarbúnað biðjum við fólk að tilkynna komu sína á netfangið gudmundur@biblian.is.


  • Frétt

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...