Fjölskyldumessa í Háteigskirkju

7. febrúar 2019

Fjölskyldumessa í Háteigskirkju

Sunnudaginn 27. janúar sá fræðslusvið Biskupsstofu um fjölskyldumessu í Háteigskirkju í Reykjavík. Í messunni var prófað nýtt messuform sem fræðslusvið er að kynna fyrir æskulýðsdag þjóðkirkjunnar. Æskulýðsdagurinn er haldinn fyrsta sunnudag í mars ár hvert. Messan gekk ljómandi vel og var vel tekið í nýja messuformið.

Í messunni var unnið með áhersluatriði æskulýðsdagsins sem eru umhverfismál og hjálparstarf. Nokkrar bænastöðvar voru settar upp í kirkjunni og margar leiðir til að bera bænir fram kynntar. Þekkt sunnudagaskólalög voru sungin og brúður komu í heimsókn.

Hildur Björk Hörpudóttir og Sindri Geir Óskarsson leiddu stundina en Magnea Sverrisdóttir og Sigfús Kristjánsson spreyttu sig í brúðuleik og hreyfisöngvum.  Guðný Einarsdóttir organisti Háteigskirkju stjórnaði tónlistarflutningi og sá um undirleik.

Vel var mætt í stundina og að henni lokinni var boðið upp á pylsur og djús. 

 

  • Frétt

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.