Bannfæring

14. febrúar 2019

Bannfæring

Á þremur fræðslukvöldum í Neskirkju, 14., 21. og 28. ferbrúar kl. 20.00 verður rætt um bannfæringar og útskúfun í margbreytilegum samfélögum. Fátt lýsir betur samfélögum, eðli þeirra og uppbyggingu en að rýna í skráðar og óskráðar reglur um útskúfun. Slíkar hugmyndir birtast á öllum tímum og þar er samtími okkar engin undantekning. Innan kirkjunnar var talað um bannfæringar (excommunicatio) sem fólu í sér að fólk fékk ekki að ganga til altaris („sett út af sakrametinu“) eða var einangrað með öðrum hætti þar til yfirbót hafði farið fram.

Guðfræðingarnir Bjarni Randver Sigurvinsson og Skúli S. Ólafsson sjá um dagskrána og byggja umræðuna á rannsóknum á sviði sagnfræði og félagsfræði á trúarhreyfingum og taka dæmi úr frásögnum, dómabókum og öðrum heimildum.

  • Frétt

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...