150 ungmenni á febrúarmóti ÆSKR í Vatnaskógi

19. febrúar 2019

150 ungmenni á febrúarmóti ÆSKR í Vatnaskógi

Febrúarmót ÆSKR fyrir æskulýðsfélög kirkjunnar var haldið um liðna helgi í Vatnaskógi.

Að þessu sinni tóku þátt um 150 ungmenni í 8.-10. bekk. Starfsfólk og þátttakendur fylltu húsakost á staðnum. Mótið tókst vel í alla staði og þátttakendur nutu sín í leik og fræðslu í frábæru umhverfi frá föstudegi til sunnudags. Sérlega góður andi vináttu og kærleika ríkti alla helgina.

Æskulýðsfélögin kepptu í leikjum, spurningakeppni og skemmtiatriðakeppni. Erna Kristín Stefánsdóttir hélt uppbyggjandi fræðsluerindi um jákvæða sjálfs- og líkamsímynd ungmenna sem eru undir stöðugum þrýstingi frá samfélagsmiðlum.

Stjórn ÆSKR þakkar öllum þátttakendum og starfsfólki fyrir frábæra helgi!

Fyrir þá sem ekki vita þá stendur ÆSKR fyrir Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmunum.

  • Æskulýðsmál

  • Frétt

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.