Húsfyllir á tónleikum í Langholtskirkju

21. febrúar 2019

Húsfyllir á tónleikum í Langholtskirkju

Sunnudaginn 17. febrúar fluttu um 70 börn úr barna- og unglingakórum við kirkjur, í fyrsta sinn á Íslandi tónverkið "Hver vill hugga Krílið” í Langholtskirkju.

Höfundur verksins er Olivier Manoury sem er íslendingum að góðu kunnur fyrir þátttöku í tónlistarlífinu með bandoneon leik sínum. Verkið samdi hann fyrir Barnakór franska útvarpsins og var það frumflutt á tónleikum í París fyrir 2 árum.

Textinn er ein af sögum Tove Jansson um múmínálfana - en sagan hefur ekki verið þýdd á íslensku svo hér var frumflutt glæný og frábær þýðing Þórarins Eldjárns sem hann gerði fyrir þetta tilefni. Tónlistin er í fjölbreyttum stíl; bæði klassísk, jazz-skotin og suður-amerískt latino.

Verkið er fyrir barnakór, sögumann, og litla hljómsveit. Þátttökukórar voru: Graduale Futuri, stj. Rósa Jóhannesdóttir, Graduale Liberi, stj. Sunna Karen Einarsdóttir, Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju stj. Helga Loftsdóttir, Stúlknakór Seljakirkju, stj. Rósalind Gísladóttir

Flytjendur voru auk kóranna, Egill Ólafsson, sögumaður, Olivier Manoury, bandoneon, Edda Erlendsdóttir, píanó, Birgir Bragason, kontrabassi og Pétur Grétarsson, slagverk. Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnaði flutningi.

Húsfyllir var á tónleikunum í Langholtskirkju og tónleikagestir mjög ánægðir með flutninginn.

Skipulagning og umsjón var í höndum Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og Langholtskirkja lánaði allt sitt húsnæði fyrir æfingar og tónleika endurgjaldslaust. Tónlistarsjóður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins styrkti flutninginn.


  • Frétt

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...