Sálmar og jazz í Tálknafjarðarkirkju

26. febrúar 2019

Sálmar og jazz í Tálknafjarðarkirkju

Sunnudaginn 24. febrúar sameinuðust kirkjukórar Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals í söng á nýjum og eldri sálmum undir stjórn Mayu Worthmann og Marte Strandbakken. Með þeim lék jazztríó skipað Þór Breiðfjörð söngvara, Jóni Rafnssyni, á bassa og Vigni Þór Stefánssyni á píanó. Einar Bragi Bragason,skólastjóri Tónlistarskólans á Patreksfirði, skreytti flutninginn með saxófón- og flautublæstri.

Þetta verkefni var í umsjá söngmálastjóra og Kristjáns Arasonar, sóknarprests, með stuðningi frá 5 alda nefnd Lútersársins, Héraðssjóði prófastdæmisins og sveitarfélaganna.

Dagskráin var undirbúin með góðum fyrirvara og síðan var æfingardagur á laugardag og tónleikadagskráin á sunnudag. Áheyrendur gerðu mjög góðan róm að dagskránni og var sérlega ánægjulegt að vinna með þessu góða og áhugasama kirkjufólki.

Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri.
  • Frétt

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.