Kirkjuþing samþykkir aðgerðaáætlun um eineltis- og ofbeldismál

4. mars 2019

Kirkjuþing samþykkir aðgerðaáætlun um eineltis- og ofbeldismál

Kirkjuþing samþykkti um helgina tillögu að starfsreglum um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kyndbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar samhljóða.

Vigfús Bjarni Albertsson, mannauðsstjóri Biskupsstofu, sat í nefnd sem síðan á síðasta ári hefur unnið að gerð tillögunnar. Í stað Fagráðs um meðferð kynferðisbrota, verður skipað teymi þriggja fagaðila sem eru hvorki starfsfólk né vígðir þjónar kirkjunnar, né sinna trúnaðarstörfum innan kirkjunnar, svo sem sitji í sóknarnefndum. Í fagráðinu sátu auk sálfræðings og lögfræðings einn prestur.

 „Þetta munu vera sérfræðingar á sínu sviði og munu hafa tilheyrandi menntun til þess að fjalla um slík mál,“ segir Vigfús.

Vigfús segir að breytingin sé gerð til auka og tryggja enn frekar fagleg vinnubrögð í kringum málefni þolenda.

„Við viljum að þolendur geti verið vissir um að þeir geti leitað til óháðra fagaðila hvenær sem er í fullum trúnaði. Eineltis og ofbeldismál eru grafalvarleg og það er nauðsynlegt að allt sé gert til að tryggja hag þolenda.“

Ráðið verður í stöðurnar á næstu mánuðum.

  • Frétt

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.