Lyftuvígsla í Breiðholtskirkju

18. mars 2019

Lyftuvígsla í Breiðholtskirkju

Sunnudaginn 17. mars var stór stund í Breiðholtskirkju þegar hjólastólalyfta var tekin formlega í notkun í lok guðsþjónustu þar sem sóknarpresturinn, sr. Magnús Björn Björnsson, þjónaði.

Um nokkurt skeið hefur söfnun staðið yfir til að kosta hjólastólalyftu í Breiðholtskirkju. Haldnar voru tombólur til að afla fjár og þá voru og haldnir styrktartónleikar. Frjáls framlög bárust einnig til verkefnisins. Söfnunin stóð yfir í rúmlega hálft ár. Hjólastólalyftan kostaði tæpar tvær milljónir króna með uppsetningu. Sóknarnefnd, Hollvinafélag Breiðholtskirkju og starfsfólk, hafði forystu í málinu.

Hjólastólalyftan tengir saman safnaðarheimilið og kirkjuna. Um er að ræða mikil umskipti í ferlimálum fatlaðra í kirkjunni.

Af þessu tilefni var haldin sérstök þakkarhátíð við guðsþjónustu í Breiðholtskirkju. Öllum þeim sem komið hafa að verkinu var þakkað fyrir.
Sr. Gísli Jónasson, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, vígði hjólastólalyftuna við mikinn fögnuð viðstaddra.

Í lok guðsþjónustunnar og vígslunnar bauð sóknarnefnd í veglegt kirkjukaffi. Þar flutti formaður sóknarnefndar, Vigdís V. Pálsdóttir, ávarp og gerði stutta grein fyrir verkinu og þakkaði öllum fyrir aðstoðina.

Á myndinni með fréttinni má sjá sr. Gísla Jónasson, prófast, fara í vígsluferðina í hinni nýju hjólastólalyftu í Breiðholtskirkju.


  • Frétt

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...