Tillaga að stofnun Hallgrímsseturs

19. mars 2019

Tillaga að stofnun Hallgrímsseturs

Ákveðið var á kirkjuþingi í marsmánuði að Saurbæjarprestakall á Hvalfjarðarströnd yrði lagt niður. Sóknir þess, Innra-Hólms-, Leirár- og Saurbæjarsóknir, eru í reynd sameinaðar Garðaprestakalli. Þessi breyting á skipulagi kirkjunnar í héraðinu var auglýst í Stjórnartíðindum 5. mars s.l.

Margur hefur spurt hvað yrði nú um staðinn og hafa lýst áhyggjum sínum um að honum verði hugsanlega ekki nægur sómi sýndur. 
Undirritaður nefndi það í umræðum á kirkjuþingi um málið að ef til þess kæmi að prestakallið yrði lagt niður þá væri hægt að koma á laggirnar í Saurbæ Hallgrímssetri.

Menn hafa nú ýtt úr vör af minna tilefni ýmsum setrum til að vekja athygli á mönnum og málefnum. Breyttar aðstæður í Saurbæ greiða þeirri hugmynd leið að opna þar lifandi safn um ævi og störf sálmaskáldsins ástsæla, sr. Hallgríms Péturssonar. Þótt margt gott hafi verið gert í minningu sr. Hallgríms þá gæti Hallgrímssetur í Saurbæ þar sem hann þjónaði sem prestur, og þar sem Passíusálmarnir voru ortir, orðið öflugt kirkju-og menningarsetur sem drægi að sér unga sem aldna heim á staðinn. Þá mætti og hugsa sér að koma þar upp fræðimannsíbúð handa þeim sem leggjast ofan í rannsóknir á bókmenntum skáldsins og ævi hans.

Nú stendur til að skipa starfshóp til að fjalla um framtíð staðarins og er þessari hugmynd komið á framfæri við þau sem kunna að verða skipuð í hann. 

Hreinn S. Hákonarson, fangaprestur þjóðkirkjunnar.


  • Frétt

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...