Fjöldamorð á kristnu fólki

25. apríl 2019

Fjöldamorð á kristnu fólki

Að morgni páskadags bárust hræðilegar fréttir frá Kólombó höfuðborg Sri Lanka um að hryðjuverk hefðu verið framin í 3 kirkjum og á 3 hótelum í borginni. Fjöldi látinna er talinn vera 369 manns og fjöldi annarra hefur særst. Það er væntanlega ekki tilviljun að á mesta hátíðisdegi kristinnar kirkju, þegar þess er minnst að lífið sigraði dauðann hafi samtök illvirkja látið til skarar skríða í þeim tilgangi að hefna fyrir árás á Nýja- Sjálandi fyrir stuttu. Þvílík fyrirlitning sem mannlegu lífi er sýnd.

 

Fjölmiðlar hafa sýnt okkur syrgjandi ástvini, saklaust fólk, sem minna okkur á að það getur hver sem er verið á röngum stað á röngum tíma þegar grimmdarverk eru unnin. Hugur okkar leitar því til allra þeirra sem eiga um sárt að binda, heimamanna sem ferðamanna sem koma færri heim en lögðu upp í ferðalagið.

Oftast hefur verið litið á tilbeiðslustaði, kirkjur sem griðastaði. Staði þar sem fólk getur komið saman og tilbeðið sinn Guð án utanaðkomandi áreitis. Nú hefur verið ruðst inn í hið heilaga vé, í Kólombó, í Christchurch á Nýja-Sjálandi og á fleiri stöðum í heiminum. Það verður með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ófriðarbálið breiðist út og það verður að taka alvarlega viðvaranir sem berast um yfirvofandi hryðjuverk. Samkvæmt fréttum var það ekki gert í Kólombó.

Páskarnir minna okkur á að lífið er sterkara en dauðinn. Að hið illa hefur ekki síðasta orðið og að engin ástæða er til að leyfa því að stjórna göngu okkar á lífsveginum.

Ég bið presta landsins að minnast þeirra sem fórust og biðja fyrir öllum þeim fjölmörgu sem nú sakna og syrgja.

  • Alþjóðastarf

  • Biskup

  • Frétt

  • Samfélag

  • Biskup

  • Samfélag

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.