Altaristaflan himinn og haf

11. júní 2019

Altaristaflan himinn og haf

Myndina tók Bóas Bóasson

Á hvítasunnudagskvöld fór fram guðsþjónusta í tóftum hinnar fornu Laugarneskirkju á mótum Sæbrautar og Klettagarða. Þetta var útiguðsþjónusta á vegum Laugarnessafnaðar og þjónuðu þar prestarnir sr. Davíð Þór Jónsson og sr. Hjalti Jón Sverrisson. Léku þeir jafnframt á hljóðfæri, gítar og ukulele.

Komið var fyrir altarisborði, sóknarprestur sr. Davíð Þór prédikaði og sr. Hjalti Jón þjónaði fyrir altari. Blítt sumarveðrið lék við kirkjunnar fólk og gengið var til altaris þar sem himinn og haf prýddu altaristöfluna.

Guðsþjónustan var vel sótt en hugmynd um útiguðsþjónustu á þessum stað hefur blundað lengi í prestunum og létu þeir nú til skarar skríða. Viðstaddir létu vel af þessu og sömuleiðis vakti tiltækið nokkra athygli þeirra sem leið áttu hjá í bíl eða gangandi. Hægðu margir á sér, tóku myndir og veifuðu til fólksins.

Kirkja stóð á Laugarnesi frá 13. öld og með guðsþjónustunni var að sjálfsögðu verið að minnast stofnun kirkjunnar á fornhelgum stað en hvítasunnudagur er talinn vera stofndagur hennar.

Það fer í vöxt að söfnuðir minnast róta sinna og fornra kirkju- og bænhúsastaða og vekja á þeim verðskuldaða athygli. Hafa um hönd útiguðsþjónustur og rækta þannig útivist, kirkjugöngu og sögu. Ekki skortir sögustaði kirkjunnar á Íslandi.

  • Frétt

  • Messa

  • Samfélag

  • Samfélag

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.