Skotthúfan í Stykkishólmi

5. júlí 2019

Skotthúfan í Stykkishólmi

Skotthúfan 2019 - Dúettinn YljaSkotthúfan 2019, þjóðbúningadagur Norska hússins - byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla - í Stykkishólmi, var haldin þann 29. júní síðastliðinn, þetta er í fimmtánda skipti sem hátíðin er haldin, og hefur þessi dagur gefið fólki tækifæri til að skarta sínum þjóðbúning og hitta aðra sem áhuga hafa á þjóðbúningnum.
Það er alltaf nokkur spenna í kringum hátíðina og alltaf gaman að sjá fólkið sem kemur prúðbúið í þjóðbúning.

Formleg dagskrá hófst kl.13:00 á því að Guðrún Hildur Rosenkjær var með fyrirlestur í Eldfjallsafninu, sem hún nefnir Endurgerðar kvenpeysur frá 19. öld og sitthvað fleira á prjónunum. Í gegnum tíðina hafa verið hinar ýmsu uppákomur, í formi fyrirlestra og leiðbeininga við lagfæringar og saumaskap á þjóðbúning, þjóðdansasýningar og fleira.

Að því loknu var svo gestum sem skörtuðu þjóðbúning boðið í kaffi og pönnukökur í stofum Norska hússins, sem er elsta tvílyfta húsið á Íslandi og var heimili Árna Thorlacíusar. Hefur húsið verið gert upp í þeirri mynd sem það var í þá daga og þjónar nú hlutverki byggðasafns.

Kl. 16:00 var svo lokapunktur hátíðarinnar, þá var gestum og gangandi boðið til tónleika í Gömlu kirkjunni og það var dúettinn Ylja sem spilaði og söng, ekki þarf að taka það fram að fólk í þjóðbúningum passar afar vel inn í Gömlu kirkjuna sem íbúar Stykkishólms tóku að sér að lagfæra af miklum myndarbrag og sem mest í upphaflegri mynd. Gamla kirkjan var svo endurvígð árið 1998 af Séra Karli Sigurbjörnsyni biskup.

Ef þið eigið leið um Stykkishólm í sumar skoðið endilega Gömlu kirkjuna sem skartar sínu fegursta í bænum.
  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...