Pílagrímar mettaðir á Staðarstað

12. júlí 2019

Pílagrímar mettaðir á Staðarstað

Sr. Arnaldur Máni gefur biskupi katþólskra, Davíð Tencer, súpuÞann 10. júlí s.l. fór um hundrað manna hópur kaþólskra pílagríma að Maríulind við Hellna á Snæfellsnesi. Þetta mun hafa verið tuttugasta ferðin að lindinni en kaþólskir pílagrímar fóru fyrst að lindinni árið 1999. Hópurinn kom við á Staðarstað og þar var messað að sið kaþólskra. Biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, Davíð Tencer, stýrði helgihaldinu. Síðan bauð sr. Arnaldur Máni Finnsson, sóknarprestur á Staðarstað, öllum í matarmikla súpu, sem góður rómur var gerður að.

Fyrir nokkrum áratugum var komið upp líkneski af Maríu guðsmóður við lind eina hjá Hellnum á Snæfellsnesi. Lengi vel var lindin kölluð Gvendarbrunnur en margir telja að Guðmudur biskup Arason hinn góði (1161-1237) hafi blessað lindina og að guðsmóðir birst honum þar árið 1230.

Við lindina er gjarnan farið með þessi orð:

Heil sért þú, María, full náðar. Drottinn er með þér. Blessuð ert þú meðal kvenna, og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús. Heilaga María, guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, nú og á dauðastundu vorri. Amen.“
  • Frétt

  • Heimsókn

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Samfélag

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...