Maraþonhlauparar í Háteigskirkju

22. ágúst 2019

Maraþonhlauparar í Háteigskirkju

Hlaupið af krafti til góðsFramundan er Reykjavíkurmaraþon, árviss íþróttaviðburður sem undanfarið hefur markað sér spor sem ein af stærri fjáröflunarleiðum hjálparsamtaka, stuðnings- og velferðarverkefnum hverskonar. Þessi viðbót við Reykjavíkurmaraþonið hefur gefið mörgum þessara verkefna líf og kraft, sem skilar sér margfalt í öflugara og heilbrigðara samfélagi, sem eykur við lífsgæði sem átakinu nemur.

Skjólstæðingar Hjálparstarfs kirkjunnar hafa notið góðs af þessari fjáröflun og hafa margir vaskir hlauparar safnað fyrir starfinu síðustu ár. Árið í ár er engin undantekning. Sem þakklætisvott fyrir framlag þeirra og til að vekja athygli á söfnuninni verður haldin móttaka í safnaðarheimili Háteigskirkju á morgun, föstudaginn 23. ágúst, milli 17.00 - 19.00. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og Hjálparstarf kirkjunnar standa fyrir móttökunni fyrir hlauparanna.

Margir einstaklingar á öllum aldri leggja hart að sér í hlaupinu til að styrkja gott málefni og er ætlunin að sýna þeim örlítinn þakklætisvott og hvatningu fyrir hlaupið. Þrír hlauparar munu flytja örstutt hvatningarávörp. Þeir eru Freyr Alexandersson, fyrrum landsliðsþjálfari, séra Elínborg Sturludóttir, dómkirkjuprestur, og Ólafur Elínarson, sviðsstjóri hjá Gallup. Auk þess mun Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, flytja ávarp.

Eins og áður sagði fer móttakan fram í safnaðarheimili Háteigskirkju og verður boðið upp á léttar veitingar. Að móttöku lokinni í safnaðarheimilinu verður farið í kirkjuna og hlýtt á píanóleik Ásdísar Magdalenu Þorvaldsdóttur, menntaskólanema og upplestur ungra barna.

Allir eru hjartanlega velkomnir, hlauparar, aðstandendur og aðrir stuðningsmenn. Aðgangur er ókeypis.
  • Frétt

  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Viðburður

  • Hjálparstarf

  • Menning

  • Samfélag

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...