Fallegur dagur í kirkjunni

22. september 2019

Fallegur dagur í kirkjunni

Að lokinni vígslu sr. Aldísar Rutar í Hóladómkirkju í dag

Það var fallegur og mildur dagur á Hólum í Hjaltadal í dag. Haustjafndægur, þegar dagurinn er alls staðar á jörðinni nánast jafnlangur nóttunni. Kyrrð og jafnvægi hjá mönnum og náttúru.

Kirkjuklukkurnar rufu kyrrðina og klerkar gengu fylktu liði til kirkju. 

Hóladómkirkja var vel setin við prestsvígslu sem vígslubiskupinn, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, stýrði.

Þetta var hefðbundin prestsvígsla að öllu leyti nema einu. Aldís Rut Gísladóttir, mag. theol., er 100asta konan sem vígð er til prests á Íslandi. Það eru söguleg tímamót út af fyrir sig og um þetta leyti eru 45 ár liðin frá því að fyrsta konan var vígð til prests til þjónustu í þjóðkirkjunni, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir.

Vígsluvottar voru sr. Gísli Gunnarsson, faðir vígsluþegans, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sr. Hans Guðberg Alfreðsson, og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur, sem lýsti vígslu.

Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls söng og organisti var Stefán Gíslason.

Sr. Aldís Rut mun þjóna í Langholtsprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Þess má geta að sr. Aldís Rut er þriðja kynslóð presta í fjölskyldunni, dóttir sr. Gísla í Glaumbæ, Gunnarssonar Gíslasonar, (1914-2008), prests og prófasts í Glaumbæ.

Eiginmaður sr. Aldísar Rutar er Ívar Björnsson og eiga þau þrjú börn.

Vígsluathöfnin á Hólum

Feðgin, sr. Aldís Rut Gísladóttir og sr. Gísli Gunnarsson í Hóladómkirkju
  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.