Glampandi sól yfir Hólavatni

17. október 2019

Glampandi sól yfir Hólavatni

Börn á bátum á Hólavatni

Í síðustu viku fóru börn úr „Tíu til tólf“ ára starfi – TTT – í dagsferð að Hólavatni. Börnin komu frá Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Dalvík, Ólafsfirði og Húsavík. Rúmlega áttatíu börn mættu og áttu þar ánægjulegan dag.

„Við vorum heppin með veðrið, það var glampandi sól,“ sagði Sonja Kro, æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju, en kirkjan.is sló á þráðinn til hennar. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég skipulegg svona dagsferð og er ánægð með hvernig til tókst.“

Börnin skemmtu sér vel í hjólabílum, og í bátsferðum, og skógarferðum. Í skóginum eru hengirúm þar sem börnin geta sveiflað sér og upplifað skógarstemningu og fundið ilm skógarins sem eru engum öðrum líkur. Öll börnin fundu eitthvað við sitt hæfi í leik og sprelli.

Þemað í fræðslunni var dæmisagan um Miskunnsama Samverjann.

„Börnin gátu valið á milli fjögurra hópa til að vinna með dæmisöguna,“ sagði Sonja. „Einn hópur var með leikrit um Samverjann, annar með brúðuleiksýningu þar sem þau Fróði gamli, Engilráð og Rebbi komu við sögu. Þriðji hópurinn kallaðist listahópur og þar gerði börnin listaverk um hjálpsemi, þar sem allir í heiminum eiga að hjálpast að sama hvernig við lítum út. Börnin gerðu einnig hjálparhendur Guðs. Fjórði hópurinn var leikjahópur sem fór í samvinnuleiki.“

Alls voru tólf fullorðnir með í för til að gæta þess að allt færi vel fram, prestar, æskulýðsfulltrúar og foreldrar. Auk fulltrúa frá KFUM – og K.

Andi vináttu og gleði sveif svo sannarlega yfir Hólavatni í Eyjafjarðarsveit þennan dag.

 

Fatnaður barnanna er fjölbreytilegur eins og börnin sjálf

  • Æskulýðsmál

  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...