Norræn sálmastefna í Skálholti

25. október 2019

Norræn sálmastefna í Skálholti

Nordhymn í Skálholti

Í gær lauk haustfundi Nordhymn í Skálholti en hann hófst s.l. mánudag.

Nordhymn er norrænt samstarfsverkefni í sálmafræði.

Kynnt eru rannsóknarverkefni sem þátttakendur hafa unnið í fræðigreininni og ný verkefni mótuð. Fundir eru haldnir tvisvar á ári, að vori í háskólanum í Lundi í Svíþjóð og að hausti til skiptis í löndunum.

Í þetta sinn kom til fundarins gestur frá Suður-Afríku, Elsabe Kloppers sem talaði um mikilvægi þess þegar trúartextar frá öðrum kirkjum eru þýddir, að kynna sér líka bakgrunn og tengsl sálmsins við samfélagið svo upprunaleg merking haldi sér inn á nýjan vettvang.

Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, sá um undirbúning og framkvæmd fundarins.

Auk þátttakenda frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku.

Þá voru þessi erindi flutt:

Guðný Einarsdóttir ræddi um tónlistina í nýju sálmabókinni.
Árni Heimir Ingólfsson fjallaði um rannsókn sína á mismunandi uppskriftum af Grallaranum.
Bjarki Sveinbjörnsson talaði um dönsk áhrif á sálmasöngbækur okkar og sögu kirkjuorgela á Íslandi.

Þátttakendur voru flestir að koma í fyrsta sinn til landsins. Þeir nýttu tækifærið til að skoða helstu staði í nágrenni Skálholts og hlýddu á stutta tónleika hjá Skálholtskórnum og Jóni Bjarnasyni, organista.

Hér er vefur Nordhymn.


Nordhymn - sálmastefna í Skálholti - nokkrir þátttakenda

  • Frétt

  • Fundur

  • Menning

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Menning

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...