Nýr prestur á Klaustri

3. nóvember 2019

Nýr prestur á Klaustri

Ingimar Helgason

Ingimar Helgason mag. theol., var kjörinn sóknarprestur í Kirkjubæjarklaustursprestakalli, Suðurprófastsdæmi. Hann verður vígður 17. nóvember n. k.

Ingimar er fæddur á Akureyri árið 1984 en ólst upp á Vopnafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og einkaflugmannsprófi frá Flugskóla Íslands árið 2007. Ingimar lauk mag. theol. prófi frá Háskóla Íslands árið 2018.

Ingimar hefur margvíslega starfsreynslu á kirkjulegum vettvangi. Á síðasta ári var hann kjörinn fulltrúi í jafnréttisnefnd þjóðkirkjunnar. Um tíma gegndi hann í afleysingum  ritarastörfum í Grafarvogskirkju.

Kona Ingimars er Halldóra St. Kristjónsdóttir og er hún tæknimaður hjá DK-hugbúnaði. Þau eiga eitt barn.

Í Kirkjubæjarklaustursprestakalli eru Grafar-, Langholts-, Prestsbakka- og Þykkvabæjarklausturssóknir. Sóknir prestakallsins eru á samstarfssvæði með sóknum Víkurprestakalls í Suðurprófastsdæmi, þ. e. Ásólfsskála-, Eyvindarhóla-, Reynis-, Skeiðflatar-, Stóra-Dals og Víkursóknum.

Prestakallinu fylgir prestssetur á Kirkjubæjarklaustri og er presti skylt að hafa þar aðsetur og lögheimili.

Skipað verður í embættið frá 15. nóvember 2019 til fimm ára.


  • Embætti

  • Frétt

  • Kosningar

  • Samfélag

  • Samfélag

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...